A site about nothing...

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Jæja gott fólk, nóg um fyllerí og flengingar.

Það er helst í fréttum frá Miðjulandinu að ég bjó til SAMLOKUNA með stóru ESSI í vinnunni núna í vikunni. Fyrst á mánudaginn svo aftur í dag og jafnvel á morgun. Þá var það þannig að ég var í Hagkaup. Veltandi því fyrir mér hvað ég ætti eiginlega að borða. Mig langaði til að búa til einhverja góða samloku og velti þessu aðeins fyrir mér. Ég hef búið til þær margar góðar í gegnum tíðina en fann að það var kominn tími á eitthvað nýtt. Þegar ég lét hugann reika um allt það hráefni sem stóð mér til boða og hvað mér þætti gott mundi ég eftir Kebab, danmerkur-tyrkja style. Síðan ég flutti heim hef ég stundum saknað þess að geta ekki fengið mér ódýrt og gott kebab svona þegar manni langar í skyndibitann. Allaveganna ég keypti mér pítubrauð (gróf því maður er í hollustunni, þykist það í það minnsta), salatblöð, niðurrifinn kjúkling úr salatbar Hagkaups og pítusósu (sem eyðileggur hollustuna soldið). Einnig til að fá þetta almennilegt þá keypti ég mér chili pipar olíu. Til að gera langa sögu stutta þá var þetta fáránlega gott og svalaði þorsta mínum í einn góðan kebab. Húrra fyrir mér!

Annars þá varð ég allt í einu mjög gamall á laugardaginn. Þá nefnilega komst ég að því að þann dag voru nákvæmlega 10 ár síðan ég var fermdur og mér finnst alls ekki svo langt síðan.