A site about nothing...

fimmtudagur, maí 29, 2008

Álfastrákarnir í Sigurrós munu gefa út nýja plötu að ég held 25. júní og miðað við þeirra fyrri verk þá verður áhugavert að heyra hvað þeir gera í þetta skiptið. Eftirfarandi myndband gefur kannski tóninn um það hvernig platan er. Lagið er "hressara" og styttra en vanalegt Sigurrósar lag og verður því gaman að sjá hvort hin lögin fylgi þessu styttra, poppaðra formati.

Myndbandið sjálft er síðan áhugavert. Þarna má sjá nakið fólk hlaupa um og í leik og passar það mjög vel við stemmninguna sem er í laginu. Þó svo nekt sé í fyrirrúmi þá er þetta allt saman mjög smekklegt að mínu mati og passar mjög vel við lagið. Hins vegar þá er auðvitað búið að banna myndbandið á youtube því við vitum jú öll hversu skaðleg áhrif það hefur á okkur að sjá nakinn mannslíkama, sérstaklega þegar hann er ekki í neinu erótískara en úti að hlaupa og leika sér. Miklu "betra" er auðvitað að sjá öll myndböndin á youtube þar sem fólk er að slást og meiðast, jafnvel drepið, það hefur ekki skaðleg áhrif á okkur.

miðvikudagur, maí 28, 2008

My my, time goes by when you are working till ten in the evening.

Það er komin vika síðan ég bloggaði en ég er eiginlega á báðum áttum hvort mér finnst vera langt síðan það var eða stutt síðan það var. Kannski er tímaskynjun mín pínu fucked up þar sem ég hef
a) Unnið frekar mikið og
b) Sofið frekar lítið.
Þetta leiðir auðvitað til þess að maður gerir ekkert skemmtilegt í millitíðinni og það eina sem maður hugsar um er CM, MLC, AE og mismatch report. Hljómar áhugavert ekki satt?

Ég hef reyndar haft tíma til að detta inn í Californication með sjálfum Fox Mulder, David Duchovny. Þessir þættir eru hin fullkomlega heilalausa skemmtun, einmitt það sem ég þarf þessa dagana. Ekki sakar að hafa allar þessar gellur líka og flotta tónlist. T.d. er augljóst mál að næsti hringitónninn minn verður stef úr þáttunum, perfect sumarhringing. Sigtryggur vann, núverandi hringingin mín, er farin að æra alla í vinnunni.

fimmtudagur, maí 22, 2008

Miðvikudagurinn 21. maí 2008

Mættur í vinnuna 8. Brjálað að gera og lítill tími til að hugsa um eitthvað annað en vinnuna. Þegar líða fer á morguninn minnist einhver á leikinn um kvöldið og spenningur/stress byrjar að myndast.

Eftir hádegi, hlutirnir róast í vinnunni og hugsanir snúast meira og meira um leikinn um kvöldið. Stressið eykst og samhliða því koma hin klassísku einkenni. Einna helst hnútur í maga og hálfgerð þreyta sem leggst yfir mann.

Rétt fyrir 5, allt verður aftur brjálað að gera í vinnunni. Shiit, kannski næ ég ekki að komast á Victor að hitta strákana og horfa með þeim á allan leikinn. Verð að vinna hratt og vonast til að klára þetta. Hnúturinn í maganum eykst með hverri mínútu og einbeitingin til að klára það sem ég þarf að klára þverr með hverri mínútunni.

Kortér yfir 6, sendi póst til að tefja málið sem ég er að vinna í og dríf mig á Victor að hitta strákana. Hnúturinn er orðinn á stærð við þann þegar maður er á leiðinni í próf og veit alls ekki við hverju á að búast.

18:45, leikurinn byrjar og líkt og með flesta þá hluti sem maður er stressaður yfir þá róast taugarnar þegar atburðinn sjálfur hefst. United byrjar stórvel og er miklu betri aðilinn í leiknum.

26 mínútur inn í leikinn. Brown gefur á Scholes, sem sendir hann aftur á Brown, sem leggur hann fyrir vinstri fótinn og sendir sweet cross fyrir. Hver er mættur? Jú enginn annar en CRon (Ronaldo) sem rís langhæst allra og stýrir boltanum fullkomlega alveg út við stöng. Gríðarleg fagnaðarlæti brjótast út og mikill léttir að United hefur skorað fyrsta markið.

Síðasta mínúta fyrri hálfleiks og viðbótartíma. Essien skýtur í leikmann United, boltinn fer þaðan í Drogba og dettur svo fyrir Fat Frank, sem nær að stýra honum í markið þrátt fyrir varnartilburði Ferdinand og Van Der Sar. Gríðarleg vonbrigði að fá á sig mark á þessum tíma. Núna er þetta aftur orðin even steven.

Seinni hálfleikur: Chelsea hafa greinilega fengið gríðarlegt sjálfstraust við þetta mark og United að sama skapi tapað sínu. Chelsea kúka yfir United og eru miklu betri aðilinn og stressið byggist upp. Hnúturinn í maganum hefur aldrei verið stærri. United sleppur nokkrum sinnum vel, í fyrsta lagi þegar Drogba skýtur í stöng og í öðru lagi þegar Fat Frank smellir honum í slánna.

Framlenging. United kemst aftur inn í leikinn og er í heild betri aðilinn en bæði lið virðast vera að bíða eftir að þetta fari í vító. Ég vil ekkert að þetta fari í vító það er of stressandi. Ég hugsa hvort ég muni horfa á vító ef til hennar kemur og ákveð að horfa á þetta allt, sama hvernig fer. Giggs nær næstum því skora í lok framlengingarinnar eftir gott hlaup og sendingu frá Evra en þroskaheft höfuðhreyfing Terry bjargar á línunni. Terry er bölvað hressilega.

VÍTASPYRNUKEPPNI. Stressið er að fara með mig. Ég get ekki setið kyrr. Halla mér fram í stólnum, set hendur í bænastellingu, velti því fyrir mér hvort ég eigi að horfa. Hvort ég geti yfirhöfuð horft á það ef United tapar? Ákveð aftur að ég mun horfa á þetta sama hvað á gengur. Það er ekki á hverjum degi sem maður getur horft á þetta og maður verður þá bara að taka því ef við töpum.

United byrjar vítaspyrnukeppnina og skorar. Chelsea fylgir á eftir og United og Chelsea skora svo bæði. Staðan er 2-2 í vító. Á punktinn stígur CRon, öruggasta vítaskytta United. Einhver segir að það eru alltaf hetjurnar sem klikka. CRon klikkar!! Vonbrigðin hellast yfir mig, fokk þetta er búið, en bara í skamma stund. Ég ákveð að taka jákvæða gaurinn á þetta og klappa og öskra á skjáinn, koma svo þetta er ekki búið. Chelsea skorar, United skorar.

Staðan er núna 4-4 og Chelsea á síðasta vítið. Terry á að taka síðasta vítið. Enska hetjan Terry sem allir fjölmiðlar elska því hann fórnar sér svo mikið fyrir enska landsliðið, að þeim finnst. Þetta er eins dramatískt og þetta getur orðið. Eitthvað hefur mér fipast á í talningunni því ég hreinlega vissi ekki að þetta víti myndi tryggja þeim sigurinn. Ég er því furðu rólegur yfir þessu víti eða kannski var ég bara búinn að sætta mig við að við gætum verið búnir að tapa. Terry klúðrar með því að renna á blautum vellinum og setja boltann í stöngina. There is hope!! Ég fatta hversu mikilvægt þetta víti var og léttirinn er þvílíkur.

Nú er það að duga eða drepast, ef eitthvað klúðrast núna þá er þetta búið! Anderson skorar, Kalou skorar. Giggs á næsta víti, og hversu vel á það við að sá einstaklingur sem hefur spilað flesta leiki fyrir United í sögu félagsins geti klárað þetta. Þegar hann jafnaði leikjamet Bobby Charlton þá skoraði seinna markið í 0-2 sigri á Wigan og United varð meistarar. Ef hann skorar núna, í leiknum sem hann slær metið þá hugsanlega geta United orðið Evrópumeistarar. Cool under pressure skorar hann.

Anelka, Le Sulk, er næstur. Spennan er óbærileg, ég gref hausinn á í hendurnar þar sem ég halla mér fram í stólnum. Ég rétt gjói augunum upp, sé hann hlaupa að boltanum, skjóta og Van der Sar verja!!!

Ég stekk upp úr sætinu mínu og út brjótast gríðarleg fagnarlæti. Ég veit varla hvað ég heiti þar sem ég hoppa þarna og rek frá mér karlmannlegt öskur meðan ég hoppa um eins og skólastelpa, varla vitandi hvað ég á að gera af mér. Stressið breytist í euforíu, ég sný mér við og sé Gunna sem er eitt bros og við föllumst í faðma, hoppandi um (mjög karlmannlega samt), algjörlega himinlifandi að hafa loksins aftur unnið Evróputitilinn.

Þessi tilfinning, þessi gríðarlega ánægjutilfinning sem hellist yfir mann þegar maður er búinn að sætta sig við að vera að fara að tapa en svo vinnst sigur. Þessi tilfinning er verðlaunin. Verðlaunin fyrir að fara að horfa á alla leiki, sama hversu smáir eða stórir þeir eru og sama á hvaða tíma þeir eru. Hvort sem maður þurfi að vakna snemma um helgi og þunnur eða á virkum degi klukkan 18, 19 eða 20. Þessi tilfinning sem fylgir að vinna gerir þetta allt þess virði og ég mun gera þetta aftur á næsta tímabili og tímabilunum eftir það.

Glory, glory Manchester United!!

sunnudagur, maí 18, 2008

Á letilegum sunnudögum er fátt betra en að hlusta á góða tónlist. Ekta tónlist fyrir letilegan sunnudag er Kanadíska sönggyðjan Feist sem gerði garðinn frægan á árum áður með súpergrúppunni Broken Social Scene en hefur síðan þá snúið sér að eigin efni, þó svo hún syngur víst eitthvað með Broken Social Scene. Nýjasti diskurinn hennar, The Reminder, fékk gríðarlega góða dóma á síðasta ári og er að mínu mati einn sá besti sem kom út það ár. Gríðarlega fjölbreyttur diskur, frá angurværum ballöðum upp í hressandi rokk og allt þar á milli. Svo er það röddin, guð minn góður, þessi rödd er of flott. Meðal aðdáanda Feist er t.d. Kanye West þannig að hann fær nokkur kúlprik fyrir það. Þegar ég var í Boston síðast og var í Newbury Comics þá sá ég The Reminder á víníl og skellti mér á hana og það er eitthvað sem ég sé ekki eftir.

Ég er farinn að halda að það sé samsæri hjá fuglum í nágrenni við íbúðina okkar um að drita á bílinn minn og bara minn. Þetta byrjaði reyndar á Bakka, þar sem ég legg fyrir vinnuna, ég taldi að þetta væri nú bara óheppni og fór heim. Daginn eftir vakna ég og fer í bílinn og viti menn þá hafði bæst við eitt drit á hann. Svo núna í dag þegar ég fór út þá höfðu einhverjir fuglar dritað hressilega á hann og því þýddi ekkert annað en að þvo þetta helvíti, thanks birds! Nú er spurning hvernig þetta verður á morgun. Ef það verður drit þá eru þetta samantekin ráð. Samantekin ráð segi ég!!

Í enda færslunnar ætla ég að láta fylgja eitt lag með Feist og svo ætla ég að láta mjög flott mash-up vídjó sem einhver gella gerði við lag eftir Kanye West, svona fyrst ég minntist á báða þessa listamenn.


Feist - Brandy Alexander


Kanye West - Addiction

miðvikudagur, maí 14, 2008

Margt hefur drifið á daga mína síðasta mánuðinn. Helstu highlights eru:
- Vann
- Svaf
- Borðaði
- Djammaði
- Vann
- Fór til Boston þar sem ég hitti gott fólk, klæddist í skikkju, setti upp hatt og tók á móti skírteini. Verslaði, borðaði, vann ekki og verslaði svo aðeins meira.
- Manchester United varð meistari og þar af leiðandi ég líka enda hef ég lagt blóð svita og tár í að horfa á þetta lið. Mér finnst ég hafa hlaupið alla þessa kílómetra með þeim.

Annars er nú helst að frétta að ég er að hugsa um að setja mér markmið. Skammtíma sem og langtíma, skrifa þau niður og stefna leynt og ljóst að því að ná þeim. Samkvæmt The Secret, sem ég hef ekki lesið en einungis heyrt um eða séð þátt um það hjá Oprah, að þá rætist allt sem maður skrifar niður því það fer í undirmeðvitundina og maður gerir allt til að láta það gerast. Markmiðin eru reyndar ekki komin á blað en ég held að eitt þeirra verði, hætta að vera latur.

Myndir frá Boston er hægt að sjá á Facebook.

Yfir og út.