Á letilegum sunnudögum er fátt betra en að hlusta á góða tónlist. Ekta tónlist fyrir letilegan sunnudag er Kanadíska sönggyðjan Feist sem gerði garðinn frægan á árum áður með súpergrúppunni Broken Social Scene en hefur síðan þá snúið sér að eigin efni, þó svo hún syngur víst eitthvað með Broken Social Scene. Nýjasti diskurinn hennar, The Reminder, fékk gríðarlega góða dóma á síðasta ári og er að mínu mati einn sá besti sem kom út það ár. Gríðarlega fjölbreyttur diskur, frá angurværum ballöðum upp í hressandi rokk og allt þar á milli. Svo er það röddin, guð minn góður, þessi rödd er of flott. Meðal aðdáanda Feist er t.d. Kanye West þannig að hann fær nokkur kúlprik fyrir það. Þegar ég var í Boston síðast og var í Newbury Comics þá sá ég The Reminder á víníl og skellti mér á hana og það er eitthvað sem ég sé ekki eftir.
Ég er farinn að halda að það sé samsæri hjá fuglum í nágrenni við íbúðina okkar um að drita á bílinn minn og bara minn. Þetta byrjaði reyndar á Bakka, þar sem ég legg fyrir vinnuna, ég taldi að þetta væri nú bara óheppni og fór heim. Daginn eftir vakna ég og fer í bílinn og viti menn þá hafði bæst við eitt drit á hann. Svo núna í dag þegar ég fór út þá höfðu einhverjir fuglar dritað hressilega á hann og því þýddi ekkert annað en að þvo þetta helvíti, thanks birds! Nú er spurning hvernig þetta verður á morgun. Ef það verður drit þá eru þetta samantekin ráð. Samantekin ráð segi ég!!
Í enda færslunnar ætla ég að láta fylgja eitt lag með Feist og svo ætla ég að láta mjög flott mash-up vídjó sem einhver gella gerði við lag eftir Kanye West, svona fyrst ég minntist á báða þessa listamenn.
Feist - Brandy Alexander
Kanye West - Addiction
Ég er farinn að halda að það sé samsæri hjá fuglum í nágrenni við íbúðina okkar um að drita á bílinn minn og bara minn. Þetta byrjaði reyndar á Bakka, þar sem ég legg fyrir vinnuna, ég taldi að þetta væri nú bara óheppni og fór heim. Daginn eftir vakna ég og fer í bílinn og viti menn þá hafði bæst við eitt drit á hann. Svo núna í dag þegar ég fór út þá höfðu einhverjir fuglar dritað hressilega á hann og því þýddi ekkert annað en að þvo þetta helvíti, thanks birds! Nú er spurning hvernig þetta verður á morgun. Ef það verður drit þá eru þetta samantekin ráð. Samantekin ráð segi ég!!
Í enda færslunnar ætla ég að láta fylgja eitt lag með Feist og svo ætla ég að láta mjög flott mash-up vídjó sem einhver gella gerði við lag eftir Kanye West, svona fyrst ég minntist á báða þessa listamenn.
Feist - Brandy Alexander
Kanye West - Addiction