YESSSS!!!! góða stöffið í amerísku sjónvarpi er hvert á fætur öðru að detta í gang. How I Met Your Mother byrjaði fyrir um 2 vikum og í gær byrjaði einn ferskasti og besti þátturinn í dag, 30 Rock aftur. Náið ykkur í 30 Rock, horfið á það. Horfið síðan aftur á það og svo skulum við tala saman.
föstudagur, apríl 11, 2008
fimmtudagur, apríl 03, 2008
Einhverjir bestu grínþættir sem eru í gangi í dag eru How I Met Your Mother. Þar er karakter sem heitir Barney og er algjör flagari sem gerir allt til að komast upp í rúm með stelpum og oft hefur það fyndnar afleiðingar. Þó svo þetta sé nú bara sjónvarpsþáttur þá er það farið að aukast að þættir halda úti síðum sem tengjast þáttunum á einn eða annan hátt og HIMYM heldur úti t.d. blogginu hans Barney og svo í nýjasta þættinum var talað um síðu sem heitir TedMosebyisajerk.com sem er til. Ég ætla ekki að fara nánar út í þetta og eyðileggja söguþráðinn algjörlega en á þessari síðu er okkur sýnt bréf sem er ein af leiðunum sem Barney notar til að ljúga að gellunum þegar hann fer eftir að hafa eytt með þeim nóttinni. Kíkið á þetta.