Það tekur temmilegan tíma að blogga um Hróa, er greinilega ekki að standa mig hérna. Ég ætla hins vegar að taka laugardag og sunnudag saman þannig að njótið.
Hróarskelda - Helgin
Laugardagur
Fyrsta nóttin í tjaldi á Hróa var að baki og ég sem segist ekki geta sofið í tjaldi svaf bara ágætlega. Þar sem við höfðum bara leigt bílinn í einn dag þá þurftum við að skila honum svo við fengjum ekki sekt. Þetta þurfti að gerast fyrir 3 eða 4 og upp úr hádegi vorum við ekki lögð af stað. Það var ágætis þynnka í gangi hjá okkur eftir daginn á undan en þetta var eitthvað sem þurfti að gera svo við fórum með bílinn á Kastrup og rétt náðum að skila bílnum fyrir skilafrestinn. Á þessum tímapunkti höfðu stelpurnar, Kristín Laufey og Sara ekkert borðað svo úr varð að við fórum á Burger King á Kastrup áður en við fórum aftur á tónleikasvæðið. Þegar við erum búin að borða og erum að fara af staðnum þá sé ég hávaxinn rauðhærðan mann með hárið sleikt aftur í jakkabuxum, gallajakka með sólgleraugu og staf. Með honum voru tveir aðrir og þeir litu allir frekar rokkaralega út. Þá gerði ég mér grein fyrir hver kauði var, Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Þó svo ég væri með myndavélina þá stoppaði ég hann ekki til að fá mynd heldur leyfði honum bara að vera í friði en samt pínu eftir á óska ég þess að ég hefði allaveganna spurt hvort ég mætti taka mynd.
Þegar við komum aftur á svæðið voru Flaming Lips byrjaðir og svo fór að við misstum alveg af þeim. Sjálfur hef ég séð þá í Boston og þeir eru virkilega góðir læv og það sem ég heyrði úr fjarska hljómaði mjög vel. Fyrstu tónleikarnir sem við fórum hins vegar á var Whitest Boy Alive sem er hávaxinn, renglulegur og rauðhærður Norðmaður sem spilar ágætis músík. Það var frekar pakkað þar og var þetta fín byrjun á kvöldinu.
The Who voru einnig að spila en ég fór ekki alveg strax þangað heldur kom aðeins seinna. Af því sem ég heyrði þá var eina lagið sem ég kannaðist við Pinball Wizard sem er reyndar gaman að hafa heyrt þar sem ég hef alltaf fílað það frekar mikið.
Annað sem ég sá þetta kvöld var Bonde Do Role (leiðinlegt), Grizzly Bear (niðurdrepandi og leiðinlegt), Fanfare Ciocarlia (gríðarlega hress balknesk tónlist) og Red Hot Chilipeppers sem voru svosem í lagi. Ég hef aldrei verið rosalegur aðdáandi þeirra en það var mikið rætt um að Anthony Keidis hefði verið alveg hreint út sagt hræðilegur. Mér fannst hinsvegar gaman að sjá hvað hljóðfæraleikararnir voru góðir. Eftir Chilipeppers var bara farið að sofa.
Sunnudagur
Sunnudagurinn var fyrsti dagurinn þar sem við þurftum ekki að fara af svæðinu og gátum hlustað á böndin sem voru yfir daginn. Sólin var líka farin að skína þannig að leðjan þornaði og auðveldara var með gang en því miður fylgdi rok með sólinni þannig að við fengum moldarrok í staðinn og ógeðslega pissufýlu lagði yfir allt svæðið.
Fyrsta bandið þennan daginn var Beirut. Beirut er í rauninni verkefni eins amerísks stráks í kringum tvítugt og það er jú auðvitað ekkert eðlilegra en að tvítugir strákar hlusti á svona balkneska sígaunatónlist og taki upp á því að búa svipaða tónlist. Allaveganna þá gerir hann það mjög vel og fyrsta platan hans innihélt mörg mjög góð lög. Astoria var allaveganna troðfullt þegar okkur bar að garði og klukkan bara 14. Frá Beirut fór ég og ákvað að kíkja á Wilco. Þar voru Tryggvi, Þórhildur, Addi Ingi, Gunni gamli og co og sátu fyrir utan Arena tjaldið í sólinni í stólum sem þau höfðu meðferðis auk forláts Carlsberg uppblásanlegs sófa sem Gunni, Addi og co höfðu fundið á svæðinu. Þetta er kannski svona nett kaldhæðið þar sem Tuborg er jú aðalstyrktaraðili hátíðarinnar en það var ekki sett út á þetta af okkur þar sem við nutum þess að geta setið einhvers staðar í sólinni og notið tóna Wilco liða.
Þegar fór að líða að því að Arctic Monkeys ættu að hefja leik var lagt af stað þangað með stóla og alles og komið sér haganlega fyrir í brekkunni hjá Orange sviðinu. Þar hittum við svo Gígju, Söru, Kristínu Laufeyju, Ara og vin hans auk Bergs og Lilju - sem höfðu komið í sama flugi og við frá Íslandi og við verið samferða á tónleikasvæðið. Artic Monkeys voru mjög þéttir og fóru örugglega í gegnum sitt prógram en samt voru þetta ekkert rosalega eftirminnanlegir tónleikar í mínum huga.
Á þessum tímapunkti þá sagði ég við sjálfan mig að ég yrði að upplifa allaveganna eina tónleika á Hróa fremst fyrir framan Orange sviðið og næstu tónleikar sem fylgdu þar hefðu ekki getað verið betur til þess fallnir. Muse er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég hlustað á allar plöturnar þeirra mjög oft og kann því lögin vel. Ég vissi að Addi Ingi var svipaður fan þannig að ég lagði til að við myndum reyna komast fremst. Planið okkar var að fara hægra megin við sviðið þar sem hleypt var í hólfin (það var líka alltaf hleypt vinstra megin en vanalega meiri röð). Við fórum og fengum okkur að borða og svo þegar hálftími var í tónleikana þá komum við okkur að röðinni sem var fyrir því að komast fremst. Addi Ingi vissi að Gunni og co væru í röðinni að reyna að komast fremst og þegar við erum að labba meðfram röðinni að leita að þeim og erum komnir fremst þá allt í einu er hleypt inn í hólfin. Við ákváðum að kýla á það og reyna að komast inn án þess að fara í röðina og það tókst fullkomlega. Við fengum fínt svæði hægra megin við miðju tónleikasviðsins og frekar framarlega þar sem við gátum svo upplifað frábæra tónleika. Það sem er svo gaman við Muse er hversu ótrúlega þéttir þeir eru miðað við að vera þrír í bandinu auk þess sem þeir eiga endalaust af frábærum lögum. Þarna upplifði ég eina bestu tónleika mína á hátíðinni og ég held að það hafi mikið haft að gera með það að ég var fremst í geðveikinni - hoppandi, skoppandi og syngjandi allan tímann, ekki sakaði að veðrið var æðislegt líka. Hin fullkomna tónleikafestivals upplifun!
Fyrirfram hefði ég sagt að Basement Jaxx væri ekki hljómsveit sem þú myndir hafa á stærsta sviði Hróarskelduhátíðarinnar. Tónlistin er elektrónísk danstónlist og því hefði maður búist við að einn til tveir gaurar stæðu á sviðinu með plötuspilara, syntha og eitthvað þannig og dúndruðu út lögunum. En ég hafði rangt fyrir mér. Virkilega rangt fyrir mér. Basement Jaxx var með fullt band, trommuleikara, synthaspilara og nokkra söngvara og náðu upp þvílíkri stemmningu sem ég verð að segja er virkilega vel gert miðað við að þetta var síðasta bandið á Orange sviðinu á lokadegi hátíðarinnar. Basement Jaxx kom okkur öllum í gírinn til að bíða eftir Justice sem yrði loka loka atriði hátíðarinnar og á Arena tjaldinu, einum tveimur og hálfum tíma eftir að Basement Jaxx myndu ljúka sínum tónleikum.
Tíminn milli Basement og Justice nýttum við í það að fara útaf festival svæðinu og á þjónustusvæðið þar sem við ætluðum að fá okkur að borða og drekka eitthvað. Ekki var hægt að fá bjóra í stykkjatali heldur bara í kassatali svo úr varð að einn kassi var keyptur og við sjö sem biðum eftir að fara á Justice stútuðum honum á svona 45 mínútum eða svo. Með þessu var borðað eitthvað pizzaígildi sem var með spínati sem var kreist úr túbu, mjög lekkert - en hey, matur er matur.
Við vorum mætt tímanlega fyrir Justice enda við öll komin í gírinn eftir magnaða Basement Jaxx tónleika og það var mikil eftirvænting eftir því að sjá Justice liða. Eitthvað var þreytan *hóst* alkóhólið *hóst* farið að segja til sín því ég man eftir því að hafa verið á tónleikunum dansandi en jafnframt sofandi um leið. Þannig að tónlistin náði greinilega til mín, þó svo ég hafi verið sofandi. Ég vaknaði helst þegar eitthvað lag sem ég kannaðist við kom en "sofnaði" þess á milli.
Mánudagur
Vöknuðum um 9 eða 10 leytið við það að Gígja og Birna voru að fara. Drifum okkur á lappir, rifum niður tjaldið, gáfum það sem við ætluðum ekki að eiga og pökkuðum eigum okkar saman á svona klukkutíma eða svo. Það höfðu flestir farið deginum á undan en samt var slatti eftir á svæðinu og allir voru ferjaðir með strætó niður á lestarstöð. Þar skildu leiðir mín og stelpnanna því ég átti ekki lestarkort heldur þurfti að kaupa mér miða. Það var svona automat sem maður gat keypt miðann í en röðin var gríðarlega löng þannig að ég fór inn á lestarstöðina. Þar voru 57 á undan mér. Ég fékk mér því að borða og tók mér tíma í það. Samt voru slatti enn á undan mér. Ég tjekkaði aftur á röðinni hjá automatnum - röðin hafði varla færst og samt var góður hálftími liðinn síðan ég var þar. Ég ákvað að reyna láta reyna á miðann minn hjá gjaldkeranum á lestarstöðinni og þegar mig bar aftur að garði þá þurfti ég bara að bíða í 5 mínútur. Þegar ég labbaði svo framhjá röðinni í þriðja skiptið, með miðann minn í lestina þá var ennþá sama fólkið að bíða en ég komst upp í lest og var á leiðinni niður í Köben. Þreyttur en sæll eftir góða hátíð.
Hróarskelda - Helgin
Laugardagur
Fyrsta nóttin í tjaldi á Hróa var að baki og ég sem segist ekki geta sofið í tjaldi svaf bara ágætlega. Þar sem við höfðum bara leigt bílinn í einn dag þá þurftum við að skila honum svo við fengjum ekki sekt. Þetta þurfti að gerast fyrir 3 eða 4 og upp úr hádegi vorum við ekki lögð af stað. Það var ágætis þynnka í gangi hjá okkur eftir daginn á undan en þetta var eitthvað sem þurfti að gera svo við fórum með bílinn á Kastrup og rétt náðum að skila bílnum fyrir skilafrestinn. Á þessum tímapunkti höfðu stelpurnar, Kristín Laufey og Sara ekkert borðað svo úr varð að við fórum á Burger King á Kastrup áður en við fórum aftur á tónleikasvæðið. Þegar við erum búin að borða og erum að fara af staðnum þá sé ég hávaxinn rauðhærðan mann með hárið sleikt aftur í jakkabuxum, gallajakka með sólgleraugu og staf. Með honum voru tveir aðrir og þeir litu allir frekar rokkaralega út. Þá gerði ég mér grein fyrir hver kauði var, Josh Homme úr Queens of the Stone Age. Þó svo ég væri með myndavélina þá stoppaði ég hann ekki til að fá mynd heldur leyfði honum bara að vera í friði en samt pínu eftir á óska ég þess að ég hefði allaveganna spurt hvort ég mætti taka mynd.
Þegar við komum aftur á svæðið voru Flaming Lips byrjaðir og svo fór að við misstum alveg af þeim. Sjálfur hef ég séð þá í Boston og þeir eru virkilega góðir læv og það sem ég heyrði úr fjarska hljómaði mjög vel. Fyrstu tónleikarnir sem við fórum hins vegar á var Whitest Boy Alive sem er hávaxinn, renglulegur og rauðhærður Norðmaður sem spilar ágætis músík. Það var frekar pakkað þar og var þetta fín byrjun á kvöldinu.
The Who voru einnig að spila en ég fór ekki alveg strax þangað heldur kom aðeins seinna. Af því sem ég heyrði þá var eina lagið sem ég kannaðist við Pinball Wizard sem er reyndar gaman að hafa heyrt þar sem ég hef alltaf fílað það frekar mikið.
Annað sem ég sá þetta kvöld var Bonde Do Role (leiðinlegt), Grizzly Bear (niðurdrepandi og leiðinlegt), Fanfare Ciocarlia (gríðarlega hress balknesk tónlist) og Red Hot Chilipeppers sem voru svosem í lagi. Ég hef aldrei verið rosalegur aðdáandi þeirra en það var mikið rætt um að Anthony Keidis hefði verið alveg hreint út sagt hræðilegur. Mér fannst hinsvegar gaman að sjá hvað hljóðfæraleikararnir voru góðir. Eftir Chilipeppers var bara farið að sofa.
Sunnudagur
Sunnudagurinn var fyrsti dagurinn þar sem við þurftum ekki að fara af svæðinu og gátum hlustað á böndin sem voru yfir daginn. Sólin var líka farin að skína þannig að leðjan þornaði og auðveldara var með gang en því miður fylgdi rok með sólinni þannig að við fengum moldarrok í staðinn og ógeðslega pissufýlu lagði yfir allt svæðið.
Fyrsta bandið þennan daginn var Beirut. Beirut er í rauninni verkefni eins amerísks stráks í kringum tvítugt og það er jú auðvitað ekkert eðlilegra en að tvítugir strákar hlusti á svona balkneska sígaunatónlist og taki upp á því að búa svipaða tónlist. Allaveganna þá gerir hann það mjög vel og fyrsta platan hans innihélt mörg mjög góð lög. Astoria var allaveganna troðfullt þegar okkur bar að garði og klukkan bara 14. Frá Beirut fór ég og ákvað að kíkja á Wilco. Þar voru Tryggvi, Þórhildur, Addi Ingi, Gunni gamli og co og sátu fyrir utan Arena tjaldið í sólinni í stólum sem þau höfðu meðferðis auk forláts Carlsberg uppblásanlegs sófa sem Gunni, Addi og co höfðu fundið á svæðinu. Þetta er kannski svona nett kaldhæðið þar sem Tuborg er jú aðalstyrktaraðili hátíðarinnar en það var ekki sett út á þetta af okkur þar sem við nutum þess að geta setið einhvers staðar í sólinni og notið tóna Wilco liða.
Þegar fór að líða að því að Arctic Monkeys ættu að hefja leik var lagt af stað þangað með stóla og alles og komið sér haganlega fyrir í brekkunni hjá Orange sviðinu. Þar hittum við svo Gígju, Söru, Kristínu Laufeyju, Ara og vin hans auk Bergs og Lilju - sem höfðu komið í sama flugi og við frá Íslandi og við verið samferða á tónleikasvæðið. Artic Monkeys voru mjög þéttir og fóru örugglega í gegnum sitt prógram en samt voru þetta ekkert rosalega eftirminnanlegir tónleikar í mínum huga.
Á þessum tímapunkti þá sagði ég við sjálfan mig að ég yrði að upplifa allaveganna eina tónleika á Hróa fremst fyrir framan Orange sviðið og næstu tónleikar sem fylgdu þar hefðu ekki getað verið betur til þess fallnir. Muse er í miklu uppáhaldi hjá mér og hef ég hlustað á allar plöturnar þeirra mjög oft og kann því lögin vel. Ég vissi að Addi Ingi var svipaður fan þannig að ég lagði til að við myndum reyna komast fremst. Planið okkar var að fara hægra megin við sviðið þar sem hleypt var í hólfin (það var líka alltaf hleypt vinstra megin en vanalega meiri röð). Við fórum og fengum okkur að borða og svo þegar hálftími var í tónleikana þá komum við okkur að röðinni sem var fyrir því að komast fremst. Addi Ingi vissi að Gunni og co væru í röðinni að reyna að komast fremst og þegar við erum að labba meðfram röðinni að leita að þeim og erum komnir fremst þá allt í einu er hleypt inn í hólfin. Við ákváðum að kýla á það og reyna að komast inn án þess að fara í röðina og það tókst fullkomlega. Við fengum fínt svæði hægra megin við miðju tónleikasviðsins og frekar framarlega þar sem við gátum svo upplifað frábæra tónleika. Það sem er svo gaman við Muse er hversu ótrúlega þéttir þeir eru miðað við að vera þrír í bandinu auk þess sem þeir eiga endalaust af frábærum lögum. Þarna upplifði ég eina bestu tónleika mína á hátíðinni og ég held að það hafi mikið haft að gera með það að ég var fremst í geðveikinni - hoppandi, skoppandi og syngjandi allan tímann, ekki sakaði að veðrið var æðislegt líka. Hin fullkomna tónleikafestivals upplifun!
Fyrirfram hefði ég sagt að Basement Jaxx væri ekki hljómsveit sem þú myndir hafa á stærsta sviði Hróarskelduhátíðarinnar. Tónlistin er elektrónísk danstónlist og því hefði maður búist við að einn til tveir gaurar stæðu á sviðinu með plötuspilara, syntha og eitthvað þannig og dúndruðu út lögunum. En ég hafði rangt fyrir mér. Virkilega rangt fyrir mér. Basement Jaxx var með fullt band, trommuleikara, synthaspilara og nokkra söngvara og náðu upp þvílíkri stemmningu sem ég verð að segja er virkilega vel gert miðað við að þetta var síðasta bandið á Orange sviðinu á lokadegi hátíðarinnar. Basement Jaxx kom okkur öllum í gírinn til að bíða eftir Justice sem yrði loka loka atriði hátíðarinnar og á Arena tjaldinu, einum tveimur og hálfum tíma eftir að Basement Jaxx myndu ljúka sínum tónleikum.
Tíminn milli Basement og Justice nýttum við í það að fara útaf festival svæðinu og á þjónustusvæðið þar sem við ætluðum að fá okkur að borða og drekka eitthvað. Ekki var hægt að fá bjóra í stykkjatali heldur bara í kassatali svo úr varð að einn kassi var keyptur og við sjö sem biðum eftir að fara á Justice stútuðum honum á svona 45 mínútum eða svo. Með þessu var borðað eitthvað pizzaígildi sem var með spínati sem var kreist úr túbu, mjög lekkert - en hey, matur er matur.
Við vorum mætt tímanlega fyrir Justice enda við öll komin í gírinn eftir magnaða Basement Jaxx tónleika og það var mikil eftirvænting eftir því að sjá Justice liða. Eitthvað var þreytan *hóst* alkóhólið *hóst* farið að segja til sín því ég man eftir því að hafa verið á tónleikunum dansandi en jafnframt sofandi um leið. Þannig að tónlistin náði greinilega til mín, þó svo ég hafi verið sofandi. Ég vaknaði helst þegar eitthvað lag sem ég kannaðist við kom en "sofnaði" þess á milli.
Mánudagur
Vöknuðum um 9 eða 10 leytið við það að Gígja og Birna voru að fara. Drifum okkur á lappir, rifum niður tjaldið, gáfum það sem við ætluðum ekki að eiga og pökkuðum eigum okkar saman á svona klukkutíma eða svo. Það höfðu flestir farið deginum á undan en samt var slatti eftir á svæðinu og allir voru ferjaðir með strætó niður á lestarstöð. Þar skildu leiðir mín og stelpnanna því ég átti ekki lestarkort heldur þurfti að kaupa mér miða. Það var svona automat sem maður gat keypt miðann í en röðin var gríðarlega löng þannig að ég fór inn á lestarstöðina. Þar voru 57 á undan mér. Ég fékk mér því að borða og tók mér tíma í það. Samt voru slatti enn á undan mér. Ég tjekkaði aftur á röðinni hjá automatnum - röðin hafði varla færst og samt var góður hálftími liðinn síðan ég var þar. Ég ákvað að reyna láta reyna á miðann minn hjá gjaldkeranum á lestarstöðinni og þegar mig bar aftur að garði þá þurfti ég bara að bíða í 5 mínútur. Þegar ég labbaði svo framhjá röðinni í þriðja skiptið, með miðann minn í lestina þá var ennþá sama fólkið að bíða en ég komst upp í lest og var á leiðinni niður í Köben. Þreyttur en sæll eftir góða hátíð.