A site about nothing...

þriðjudagur, júlí 17, 2007

Kominn heim eftir æðislegt frí. Mikið oplevelse, mikið gerðist og mikið að segja frá. Líklega fara næstu dagar í það. Svo má vænta mynda í vikunni á bæði Facebook og Fotki síðunni, ég ætla að hætta að vera latur.

Núna þegar ég sit þetta og skrifa þá er ég að deyja úr kláða á handabaki hvorrar handar. Á sunnudaginn í Köben þá náði mýið að bíta mig og úr varð þessi kláði sem hefur verið að gera mig geðveikan. Einnig fékk ég bit á lappirnar en það virðist ekki vera eftir mý heldur eitthvað annað kvikindi, það lítur líka verra út. Til að berjast gegn kláðanum er ég með hydrocortizon krem sem ég ber á þetta og það virðist því miður ekki hafa nægjanlega langvarandi áhrif því ég þarf reglulega að bera það á mig og svo er það bara viljastyrkurinn sem heldur mér frá því að grafa neglurnar í handabökin og klóra mig til blóðs. Það sem virkar hins vegar betur er að setja hendurnar undir kalt/ylvolgt vatn og leyfa þeim að vera þar aðeins undir. Hins vegar vonast ég til að á morgun verði þetta nú orðið betra, ef ekki þá fer ég á læknavaktina.

Svona að lokum þá langar mig að minnast á hundinn Lúkas og það dæmi allt. Ég er langt í frá að vera fyrsti maðurinn sem bloggar um þetta og verð eflaust ekki sá síðasti en það er ekki laust við að hreinlega skilji ekki hvernig gaurinn gat verið "dæmdur" svona án dóms og laga. Ég sé einnig ekki fram á að þeir sem höfðu sig í mest frammi og voru með hótanir og hvað eina munu eitthvað biðjast afsökunar. Í dag er svo auðvelt að koma af stað orðrómi og ráðast á annað fólk, allt í skjóli nafnleyndar á netinu. Maður þarf að vera var um sig hvað maður les (jafnvel á wikipedia, sem ég hef oft notað sem heimild) og hverju maður trúir og það er eflaust gott að muna að allir eru saklausir uns sekt er sönnuð.