A site about nothing...

föstudagur, ágúst 03, 2007

Tekið af mbl.is

Sönghópurinn Kryddpíurnar, sem komu nýlega aftur saman, tekur hugsanlega lagið í stríðshrjáðri höfuðborg Íraks eftir að hópurinn leyfði aðdáendum sínum að velja einn tónleikastað í tónleikaferð þeirra um heiminn.

Stúlkurnar sögðu í síðustu viku að þar sem þær geta ekki spilað alls staðar væri tilvalið að leyfa aðdáendum að velja eina tónleikaborg. Hægt er að velja einn tónleikastað á heimasíðu Kryddpíanna.

Sönghópurinn byrja tónleikaferðalagið í Kanada í desember og mun halda 14 tónleika í 5 heimsálfum.


Ég hreinlega trúi ekki öðru en einhver hafi hreinlega tekið Sveppann á þetta og kosið aftur og aftur til þess eins að gera nett grín í þeim og kannski losna endanlega við þær. Það kæmi mér mjög á óvart að "raunverulegir" aðdáendur þeirra færu að senda þær til Bagdad, þar sem er svo friðsælt og svona. Allaveganna þótti mér þetta fyndið.