Tekið af mbl.is
Sönghópurinn Kryddpíurnar, sem komu nýlega aftur saman, tekur hugsanlega lagið í stríðshrjáðri höfuðborg Íraks eftir að hópurinn leyfði aðdáendum sínum að velja einn tónleikastað í tónleikaferð þeirra um heiminn.
Stúlkurnar sögðu í síðustu viku að þar sem þær geta ekki spilað alls staðar væri tilvalið að leyfa aðdáendum að velja eina tónleikaborg. Hægt er að velja einn tónleikastað á heimasíðu Kryddpíanna.
Sönghópurinn byrja tónleikaferðalagið í Kanada í desember og mun halda 14 tónleika í 5 heimsálfum.
Ég hreinlega trúi ekki öðru en einhver hafi hreinlega tekið Sveppann á þetta og kosið aftur og aftur til þess eins að gera nett grín í þeim og kannski losna endanlega við þær. Það kæmi mér mjög á óvart að "raunverulegir" aðdáendur þeirra færu að senda þær til Bagdad, þar sem er svo friðsælt og svona. Allaveganna þótti mér þetta fyndið.
Sönghópurinn Kryddpíurnar, sem komu nýlega aftur saman, tekur hugsanlega lagið í stríðshrjáðri höfuðborg Íraks eftir að hópurinn leyfði aðdáendum sínum að velja einn tónleikastað í tónleikaferð þeirra um heiminn.
Stúlkurnar sögðu í síðustu viku að þar sem þær geta ekki spilað alls staðar væri tilvalið að leyfa aðdáendum að velja eina tónleikaborg. Hægt er að velja einn tónleikastað á heimasíðu Kryddpíanna.
Sönghópurinn byrja tónleikaferðalagið í Kanada í desember og mun halda 14 tónleika í 5 heimsálfum.
Ég hreinlega trúi ekki öðru en einhver hafi hreinlega tekið Sveppann á þetta og kosið aftur og aftur til þess eins að gera nett grín í þeim og kannski losna endanlega við þær. Það kæmi mér mjög á óvart að "raunverulegir" aðdáendur þeirra færu að senda þær til Bagdad, þar sem er svo friðsælt og svona. Allaveganna þótti mér þetta fyndið.