Annað kvöld hefst "sumarfríið" mitt. Þá verður haldið út á Keflavíkurflugvöll eða flugstöð Leifs Eiríkssonar eins og einhverjir þekkja hana sem og þaðan mun flug apparat flytja mig til DK. Af veðurspánni að dæma þá verður þetta ferð tveggja veðra. Í DK er spáð rigningu nánast allan tímann sem ég er þar en spáin fyrir Róm er, heiðskýrt og 30 stiga hiti, þannig að þið vitið ef ég kem ekki með base tanið á hreinu heim af hverju það er. Rigning í DK.
Þar sem ég man ekki hvað ég ætlaði eiginlega að blogga um meira þá kemur svona "helgar" blogg bara.
Það var kíkt tvisvar í bæinn um helgina. Á föstudaginn hélt Ari kveðjupartý sem haldið var úti í góða veðrinu og þar sat fólk úti, grillaði, spjallaði, tók froskinn, stóð á höndum og hafði það almennt séð gaman þangað til tími var kominn til að fara í bæinn. Þegar í bæinn var komið þá ætlaði ég að fara á Ólíver til að hitta Ara Björns, sem hafði einmitt verið hjá Ara Tómasar, en mér var ekki hleypt inn útaf því að ég var í rauðu Adidas skónum mínum og bol með neon stöfum á. Já það er kominn dresskóði á Íslandi, go figure. Ég nennti ekkert að æsa mig yfir þessu þannig að ég hélt bara áfram á öðrum stöðum.
Laugardagurinn var síðan temmilega sweet. Mér leið eins og útlendingi í borginni. Ég, Árni Guðjóns og Káki fórum á Austurvöll og svo þaðan á Vegó að borða og god damn hvað það er góður matur þarna. Eftir matinn var farið í vinnuna til Árna sem er í TM húsinu við Ingólfstorg þangað til haldið var í bæinn. Í bænum vissum við að Lundúnarbúarnir, Hildur og Sigurjón, voru ásamt fríðu erlendu föruneyti sínu og því var stefnt á að hitta þau sem og gerðist og það var mjög gaman að hitta þau, enda langt síðan síðast.
Á sunnudeginum fór ég svo á Die Hard 4.0 og það er óhætt að segja að þetta er svona ekta sumarmynd, eitthvað sem maður sér og bara slekkur á heilanum og goes along for the ride.
En ég býst nú ekki við að ég bloggi áður en ég fari út svo ég segi bara, Arrivaderci!
Þar sem ég man ekki hvað ég ætlaði eiginlega að blogga um meira þá kemur svona "helgar" blogg bara.
Það var kíkt tvisvar í bæinn um helgina. Á föstudaginn hélt Ari kveðjupartý sem haldið var úti í góða veðrinu og þar sat fólk úti, grillaði, spjallaði, tók froskinn, stóð á höndum og hafði það almennt séð gaman þangað til tími var kominn til að fara í bæinn. Þegar í bæinn var komið þá ætlaði ég að fara á Ólíver til að hitta Ara Björns, sem hafði einmitt verið hjá Ara Tómasar, en mér var ekki hleypt inn útaf því að ég var í rauðu Adidas skónum mínum og bol með neon stöfum á. Já það er kominn dresskóði á Íslandi, go figure. Ég nennti ekkert að æsa mig yfir þessu þannig að ég hélt bara áfram á öðrum stöðum.
Laugardagurinn var síðan temmilega sweet. Mér leið eins og útlendingi í borginni. Ég, Árni Guðjóns og Káki fórum á Austurvöll og svo þaðan á Vegó að borða og god damn hvað það er góður matur þarna. Eftir matinn var farið í vinnuna til Árna sem er í TM húsinu við Ingólfstorg þangað til haldið var í bæinn. Í bænum vissum við að Lundúnarbúarnir, Hildur og Sigurjón, voru ásamt fríðu erlendu föruneyti sínu og því var stefnt á að hitta þau sem og gerðist og það var mjög gaman að hitta þau, enda langt síðan síðast.
Á sunnudeginum fór ég svo á Die Hard 4.0 og það er óhætt að segja að þetta er svona ekta sumarmynd, eitthvað sem maður sér og bara slekkur á heilanum og goes along for the ride.
En ég býst nú ekki við að ég bloggi áður en ég fari út svo ég segi bara, Arrivaderci!