Enn ein helgin að baki og farið að styttast ískyggilega í lok sumarsins hjá mér á Íslandi. Ég stefni að því að fara út einhvern tíma á bilinu 25. - 30. ágúst og því er ekki mikill tími eftir.
Helgin var frekar pökkuð og hófst með golfmóti Bakvinnslunnar á föstudaginn. Ég spilaði að venju frekar illa kannski af því að ég var að nota tvær mismunandi sveiflur og skipti í miðjum klíðum, sem er ekki sniðugt. Mér tókst þó að vinna til verðlauna með því að vera næst pinna á par þrjú holu einungis 4,4 metra frá.
Laugardagurinn var lagður undir MR reunion. Um daginn var keppt í leikjum og má segja að mætingin hefði mátt vera miklu betri. Ég var einn úr 6-Y og var það einungis 6-X sem hafði einhvern fjölda að keppa. Leikirnir reyndu þó líkamlega ekkert á mann heldur reyndi meira á vitneskju um hluti í MR og sköpunargáfu og svo leikni í því að snúa við kexi í munninum án þess þó að nota hendur. Þar sýndi ég snilli mína með því að snúa 6 kexkökum einar 180 gráður án þess að nota hendur og fékk því nokkur stig þar.
Um kvöldið var svo byrjað á því að fara í grill til Söru á Bergstaðarstrætið og svo á reunion-ið sem haldið var í sal Sjálfstæðisfélagsins úti á Seltjarnarnesi. Mætingin var svosem ágæt sérstaklega í ljósi þess að þessi árgangur er líklega einn sá minnsti í seinni tíð enda þurfti á sínum tíma að auglýsa eftir nemendum. Ég áætla að rétt um helmingur hafi mætt og miðað við þann tíma sem þetta var auglýst og svona þá er það svosem ásættanlegt en vonandi verður nú miklu betri mæting eftir 5 ár.
Myndir frá reunioninu gætu dottið inn í kvöld en þó er líklegra að fólk þurfi aðeins að bíða þar sem ég þarf fara í gegnum 5-600 myndir frá ferðalaginu, sortera og rétta af þær myndir sem ekki snúa rétt, þannig að ég bið ykkur bara um að bíða spök. Svo er vonandi næsti kafli af ferðasögunni væntanlegur og þá fáið þið forsmekk af myndunum.
Helgin var frekar pökkuð og hófst með golfmóti Bakvinnslunnar á föstudaginn. Ég spilaði að venju frekar illa kannski af því að ég var að nota tvær mismunandi sveiflur og skipti í miðjum klíðum, sem er ekki sniðugt. Mér tókst þó að vinna til verðlauna með því að vera næst pinna á par þrjú holu einungis 4,4 metra frá.
Laugardagurinn var lagður undir MR reunion. Um daginn var keppt í leikjum og má segja að mætingin hefði mátt vera miklu betri. Ég var einn úr 6-Y og var það einungis 6-X sem hafði einhvern fjölda að keppa. Leikirnir reyndu þó líkamlega ekkert á mann heldur reyndi meira á vitneskju um hluti í MR og sköpunargáfu og svo leikni í því að snúa við kexi í munninum án þess þó að nota hendur. Þar sýndi ég snilli mína með því að snúa 6 kexkökum einar 180 gráður án þess að nota hendur og fékk því nokkur stig þar.
Um kvöldið var svo byrjað á því að fara í grill til Söru á Bergstaðarstrætið og svo á reunion-ið sem haldið var í sal Sjálfstæðisfélagsins úti á Seltjarnarnesi. Mætingin var svosem ágæt sérstaklega í ljósi þess að þessi árgangur er líklega einn sá minnsti í seinni tíð enda þurfti á sínum tíma að auglýsa eftir nemendum. Ég áætla að rétt um helmingur hafi mætt og miðað við þann tíma sem þetta var auglýst og svona þá er það svosem ásættanlegt en vonandi verður nú miklu betri mæting eftir 5 ár.
Myndir frá reunioninu gætu dottið inn í kvöld en þó er líklegra að fólk þurfi aðeins að bíða þar sem ég þarf fara í gegnum 5-600 myndir frá ferðalaginu, sortera og rétta af þær myndir sem ekki snúa rétt, þannig að ég bið ykkur bara um að bíða spök. Svo er vonandi næsti kafli af ferðasögunni væntanlegur og þá fáið þið forsmekk af myndunum.