Ég komst að því í kvöld hversu ópraktískt það er að eiga einn hvítan bol þegar restin af fötunum þínum er annaðhvort svört eða í einhverjum lit sem þú þværð ekki með hvítum. Því þarf maður helst að fá að koma þessari hvítu flík í þvott hjá einhverjum öðrum sem er að þvo hvítt en á meira af hvítu en maður sjálfur. Það er ekki beint eðilegt spurning að spyrja fólk að því þannig að það gæti endað þannig að bolurinn fái að þeytivindast einn og yfirgefinn í þvottavél.
Í kvöld kláraðist svo seinni midterms vikan mín. Engar niðurstöður af árangir eru komnar en mér gekk ágætlega tel ég. Í tilefni af því að þessu er lokið og löngum setum á bókasafninu er lokið að bili þá ætla ég að vera góður við sjálfan mig á morgun og er stefnan tekin á að heimsækja Cambridge í leit að bakaríi sem selur íslenskar bakaríis vörur. Svo ef maður er í stuði þá er aldrei að vita nema maður fari í whole foods og reyni að finna íslenska skyrið sem á að vera til þar. Þannig að dagurinn á morgun gæti verið með svolitlu íslensku yfirbragði. Planið annaðkvöld er svo að fara út að borða og fara svo að sjá Daniel Craig sem Bond, bind ágætis væntingar við myndina því af trailerum að dæma þá virðist myndin hverfa aftur til hluta sem eru raunhæfir en ekki eins ruglið sem myndirnar voru komnar í. Hver veit svo nema maður kíki eitthvað út á eftir, það kæmi mér ekki á óvart.
Ég er ekki frá því að enduruppgötvun ársins 2006 hafi verið Belle and Sebastian hjá mér. Ég hlustaði talsvert á The Boy With The Arab Strap þegar hún kom út og líkaði vel en hætti einhvern veginn eftir það að hlusta á hljómsveitina. Svo auðvitað kom hljómsveitin í sumar og ég ætlaði að keyra á hinn enda landsins til að sjá hana þannig að ég þurfti að kynna mér hvað ég var að fara að hlusta á. Gummijoh sem er eflaust einn mesti Belle and Sebastian aðddáandi Íslands og penni á Rjómanum lét mig hafa lista yfir líkleg lög sem yrðu spiluð og því bjó ég til playlista með því í Ipodinum. Þarna komst ég í tæri við lög sem ég hafði aldrei heyrt en fílaði mjög vel og þótti mér Life Pursuit og lögin af henni sérstaklega góð og þykir enn. Tónleikarnir voru síðan í einu orði sagt frábærir og ég aftur orðinn aðdáandi. Eitt laganna sem ekki var spilað er Dear Catastrophy Waitress af samnefndri plötu og þetta lag er þvílík perla. Fáránlega gott hreint út sagt. Melódían, notkunin á fiðlum og brassi, angistin í Stuart þegar hann syngur og textinn. Mæli með að fólk tjekki á þessu.
Í kvöld kláraðist svo seinni midterms vikan mín. Engar niðurstöður af árangir eru komnar en mér gekk ágætlega tel ég. Í tilefni af því að þessu er lokið og löngum setum á bókasafninu er lokið að bili þá ætla ég að vera góður við sjálfan mig á morgun og er stefnan tekin á að heimsækja Cambridge í leit að bakaríi sem selur íslenskar bakaríis vörur. Svo ef maður er í stuði þá er aldrei að vita nema maður fari í whole foods og reyni að finna íslenska skyrið sem á að vera til þar. Þannig að dagurinn á morgun gæti verið með svolitlu íslensku yfirbragði. Planið annaðkvöld er svo að fara út að borða og fara svo að sjá Daniel Craig sem Bond, bind ágætis væntingar við myndina því af trailerum að dæma þá virðist myndin hverfa aftur til hluta sem eru raunhæfir en ekki eins ruglið sem myndirnar voru komnar í. Hver veit svo nema maður kíki eitthvað út á eftir, það kæmi mér ekki á óvart.
Ég er ekki frá því að enduruppgötvun ársins 2006 hafi verið Belle and Sebastian hjá mér. Ég hlustaði talsvert á The Boy With The Arab Strap þegar hún kom út og líkaði vel en hætti einhvern veginn eftir það að hlusta á hljómsveitina. Svo auðvitað kom hljómsveitin í sumar og ég ætlaði að keyra á hinn enda landsins til að sjá hana þannig að ég þurfti að kynna mér hvað ég var að fara að hlusta á. Gummijoh sem er eflaust einn mesti Belle and Sebastian aðddáandi Íslands og penni á Rjómanum lét mig hafa lista yfir líkleg lög sem yrðu spiluð og því bjó ég til playlista með því í Ipodinum. Þarna komst ég í tæri við lög sem ég hafði aldrei heyrt en fílaði mjög vel og þótti mér Life Pursuit og lögin af henni sérstaklega góð og þykir enn. Tónleikarnir voru síðan í einu orði sagt frábærir og ég aftur orðinn aðdáandi. Eitt laganna sem ekki var spilað er Dear Catastrophy Waitress af samnefndri plötu og þetta lag er þvílík perla. Fáránlega gott hreint út sagt. Melódían, notkunin á fiðlum og brassi, angistin í Stuart þegar hann syngur og textinn. Mæli með að fólk tjekki á þessu.