A site about nothing...

föstudagur, nóvember 10, 2006

Þeir sem þekkja mig eitthvað af ráði vita um ást mína á H&M sem mér finnst vera the greatest thing since sliced bread. Anyways í dag þá kom út designer lína í H&M í limited edition sem skartaði meðal annars brúðarkjóli og smóking svo eitthvað sé nefnt, hönnuð af hollendingunum Viktor og Rolf. Ekki veit ég mikið um þessa hollendinga en þar sem ég þurfti hvort eð er að fara í H&M í vikunni þá ákvað ég að kíkja í dag upp úr opnun því það vantaði belti með jakka sem ég hafði keypt nýlega þar. Ég mæti þarna upp úr 10:20 og allt virðist vera með kyrrum kjörum, hafði opnað 10. Nema hvað að búðin var eitthvað hálftóm. Þá höfðu æstir aðdáendur H&M og Viktors og Rolfs eða jafnvel bara fólk sem vill kaupa designer wear á H&M verði, mætt og næstum tæmt línuna sem til var í búðinni á Newbury street. Þetta þótti mér ansi merkilegt, því það voru jú bara 20 mínútur síðan það opnaði og var soldið spes að sjá fólk með 2-3 stóra poka merkta H&M og Viktor og Rolf labbandi út úr búðinni. Þannig að ég fékk mér ekkert úr línunni, enda kannski ekki markmiðið, en þó var þarna helvíti töff smóking sem gaman væri að eiga, en maður er bara fátækur námsmaður og þetta verður að bíða betri tíma. Svo er ekki mikið um smóking tilefni hérna úti. Nema maður færi að taka upp á því að mæta í tíma í smóking, that's a thought.

Í dag fattaði ég "merkilega" staðreyndir varðandi dvöl mína hérna úti. Á þeim tveimur plús mánuðum sem ég hef verið hérna þá hef ég ekki fengið mér einn kleinuhring, nú móðgast eflaust Ingi Sturla ef hann les þetta ;). Annað áhugavert er sú staðreynd að ég get sagt með 95%(var að koma úr tölfræðitíma þegar þetta er skrifað) vissu að ég borða sushi a.m.k. einu sinni í viku.

Svo að lokum þá verð ég bara að minnast á farsímakerfið hérna, það er djók. Ég er með fyrirframgreitt símkort frá fyrirtæki sem er víst tengt inn á kerfi eins af stærsu fyrirtækjunum og þar af leiðandi ætti að vera með gott coverage. En stundum líður mér eins og ég búi í Súandafirði því sambandið er stundum fáránlega lélegt (sérstaklega ef ég er inni í húsum) og alveg í það að vera ekki neitt. Tökum sem dæmi herbergið mitt, ef ég sit hér inni, þar sem ég sit núna, þá liggur við að það skipti máli hvort ég halli mér cm til hægri eða vinstri upp á hvernig tengingin við kerfið er. Enda er einn stærsti sölupunktur fyrirtækjanna hérna úti "fewest dropped calls". Myndi maður sætta sig við þetta heima? Nei.
Svo væri nú hægt að skammast yfir því hvað maður þarf að borga fyrir, t.d. borga ég 10 cent fyrir hvert sent sms og fyrir hvert sms sem ég fæ. Einnig ef einhver hringir í mig þá borga ég líka fyrir símtalið og fer það þá eftir lengd símtalsins hvað ég borga mikið. Þannig að það skiptir ekki máli hvort ég hringi eða einhver hringir í mig, við borgum jafnmikið.