A site about nothing...

sunnudagur, október 15, 2006

Fólk sem er að fylgjast með nýjustu seríunum af Lost, Despó og Grey ættu að tjekka á ABC.com. Þar er hægt að horfa á nýjustu þættina ókeypis, allaveganna ef maður er í bandaríkjunum. Vildi bara láta ykkur vita.

Annars er mest lítið að frétta. Framundan eru midterms og því hafa seinustu dagar einkennst svolítið af því að læra fyrir það, enda er vægi prófanna þokkalegt. Mitt fyrsta er á morgun og ég er ágætlega stemmdur fyrir það. Næsta er á fimmtudaginn og þar verð ég að læra aðeins meira því ég tel að heimaverkefnin muni á engan hátt endurspegla prófið. Svo fer ég til Seattle á föstudeginum, kem aftur á þriðjudagsmorgni og fer svo í heimapróf á miðvikudeginum. Svo er fleira að hlakka til, t.d. halloween og afmæli Whitney, kanadísku vinkonu minnar. Þemað er 80's og hef ég verið ráðinn sem sérlegur tónlistarráðunautur fyrir það partý. Reyndar sama kvöld og afmælið er þá eru Hot Chip að spila og ég ætla þangað en svo mæti ég galvaskur í 80's gallanum sem ég fer væntanlega í á tónleikana líka.

Reyndar er áhugavert að minnast á eitt í lokin sem mismun á milli tveggja eða fleiri menningarheima. Þegar ég og Vanni héldum okkar fyrsta partý þá ætlaði ég nú bara að taka íslensku leiðina á þetta, redda snakkinu og eitthvað þannig en láta fólk koma með drykki fyrir sig sjálft. En þegar ég ræddi um þetta við Vanni þá sagði hann að þeir sem hann þekkti myndu eflaust gera ráð fyrir að drykkir væru í boði. Þetta þótti mér ansi merkilegt. En líklega er okkar afstaða öðruvísi útaf okurverði á áfengi.

Fyrst ég er byrjaður að tala um verð þá er vert að minnast á að eini marktæki munurinn sem ég finn á matvöruverði hérna er á kjöti. Brauð er ef eitthvað er dýrara, ostur er ekki gefins, gos er aðeins ódýrara og snakk er ódýrara en ég kaupi ekki mikið af því. Reyndar er allur skyndibitamatur langtum ódýrari hér enda fáránlega dýr heima.