Ég gleymdi í síðasta pósti að tala um eitt skondið atvik sem gerðist á meðan dvöl minni stóð í Seattle. Þannig var mál með vexti að kvöldið sem Tumi náði í mig á bíl þeirra Atla þá kíktum við aðeins út á lífið. Á leiðinni heim þá er eitthvað leiðinlegt í útvarpinu þannig að Tumi setur í gang geisladiskinn sem þar var og lætur það fylgja með að diskurinn hafi verið fastur í bílnum í þrjá mánuði eða svo og þeir hafi ekki náð honum út. Víkur nú sögunni að því þegar Tumi er að skutla mér á flugvöllinn fyrir heimförina. Aftur var eitthvað leiðinlegt í útvarpinu þannig að ég ákveð að reyna að ná diskinum út. Ég ýti á þartilgerðan takka og diskurinn kemur örlítið út en samt nægjanlega þannig að ég náði gripi á honum og togaði hann út. Tumi var ekki lítið hlessa að ég hefði náð þessu en jafnframt mjög ánægður líka, enda ekki gaman að geta bara hlustað á einn disk.
föstudagur, október 27, 2006
|
<< Home