A site about nothing...

þriðjudagur, október 10, 2006

Ég ætlaði varla að ná upp á nef mér í dag og það tvisvar. Fyrra skiptið var þegar ég fór í bankann með tvo reikninga og ætlaði að borga þá en var tilkynnt að svoleiðis væri nú ekki gert í bankanum. Heldur ætti ég að senda ávísun í pósti til fyrirtækisins. Talandi um steinaldartækni. Svo í seinna skiptið þá var ég staddur í Macy´s að borga annan af þessum reikningum og ætlaði bara að skella þessu á debetkortið en nei þá var mér tilkynnt að stórverslun eins og Macy´s tæki ekki við debetkorti. Þá mundaði ég kreditkortið en aftur var svarið nei. What the fuck!. Maður gæti haldið að þetta væri árið 1980 eða eitthvað.

Ansi viðburðarrík helgi er að baki og var mikið gert. Í mjög stuttu máli var eftirfarandi gert:
Föstudagur: Fór á Rumour sem er posh klúbbur. Hann var leiðinlegur.
Laugardagur: Út að borða, bíó og drykkir með Olgu og Garðari. Enduðum í Cambridge á Middle East og löbbuðum þaðan heim.
Sunnudagur: Fór með Olgu og Garðari í bongóblíðu á íslendingahitting í Cambridge. Seinna um kvöldið þá var það partý, uppáklæddur í skyrtu, bindi og fínu skónum og þaðan hélt fólk niður á höfn þar sem snekkja beið þeirra. Við tók matur, tónlist og dans frameftir nóttu, eða til 1:30 (allt lokar 2 hérna). Kynntist ógeðslega leiðinlegum breta og sá synkróníseraðan dans hjá indverjum við MC Punjabi lagið, það var fyndð/töff.

Framundan eru síðan midterms og ferð til Seattle og eitt midterm eftir heimkomu.

Að lokum þá vil ég hvetja alla sem vilja heyra í Óttari sínum að bjalla í 4990701 og heyra hljóðið í kappanum. Þið borgið bara innanbæjartaxta þannig að þetta er ekki spurning.