A site about nothing...

fimmtudagur, október 19, 2006

Ég hef bloggað nokkrum sinnum um einn kúrs sem ég er að taka og mér þykir hafa verið kenndur fremur illa. Nú er búið að skipta honum út og sá sem var fenginn í staðinn kenndi mér meira á þeim 15 mínútum sem ég sat í tímanum hjá honum, er að fara í mikilvægt midterm á morgun sjáiði til, heldur en hinn sem fyrir var. Þetta er víst óheyrt um í sögu skólans að kennara er skipt út á miðri önn en eitthvað varð að gera. Hinn gaurinn er fínn maður og allt það en kennsluaðferðir hans voru hreint út sagt mjög lélegar. Mér líst hins vegar vel á þennan og hann hefur verið að kenna svipað efni þannig að hann ætti að vita sínu viti. Reyndar tók ég líka eftir á þessum 15 mínútum að hann er soldið óskipulagður þegar kemur að því að skrifa á krítartöfluna og því verður maður að fylgjast vel með og glósa almennilega. Spurning hvort þetta verði svona Helgi Ingólfs #2 þar sem hann ritaði á af miklum móð á töfluna og jafnframt dældi út fróðleik sem maður varð að ná líka ætlaði maður að standa sig hjá honum.

Fyrst maður hefur mikið verið að læra upp á síðkastið þá er ýmislegt sem fær að fljóta í gegnum spilarann. Eitt af því sem ég hef verið að hlusta hvað mest á er íslenska tríóið Flís sem gaf út diskinn Vott í fyrra og inniheldur íslenskar dægurlaga perlur í jazz útsetningum og meistaralega spilaðar í þokkabót. Þessi diskur er skyldueign á öllum almennilegum heimilum og perfect fyrir hipp og kúl matarboðin sem maður ætlar að halda.