A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 16, 2006

Eitt sem mér finnst svolítið spes hérna úti er ást Kananna á tveimur hlutum. Hjá strákunum er það derhúfur sem oftar en ekki eru hafðar þannig á höfði að derið snýr aftur, því jú það er svo kúl. Hjá stelpum og reyndar sumum strákum þá er það flip flops, þ.e. sandalar með bandinu milli stóru táar og táarinnar við hliðina á sem ég man ekki hvað heitir. Flips flops þessir er eitthvað sem ég hef séð fólk labba í, berfætt, í frekar köldu veðri og jú auðvitað þegar heitt er. Reyndar hefur ekki enn komið hálka hérna eða snjór en ef ég sé einhvern í flip flops í snjó þá hef ég séð allt.

Ég er að gera það upp við mig hvort ég eigi að kaupa mér notaða slr filmumyndavél með þremur linsum af gerðinni Ricoh á 20 dollara. Reyndar er ljósmælirinn eitthvað off og samkvæmt seljandanum þá sagði gaur í ljósmyndabúð við hann að það væri um 100 dollara viðgerð þannig að heildarpakkinn færi í 120 dollara sem er svo sem ekki mikið. Þar sem Boston er mjög fótógenísk borg og það er ekki dýrt að framkalla þá gæti þetta verið soldið skemmtilegt. Þar sem maður síðan á leiðinni til NYC í næstu viku sem er ef eitthvað er meira fótógenísk borg þá er alveg spurning hvort maður eigi ekki að skella sér á þetta.