A site about nothing...

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hressandi helgi að baki og því um að gera að nýta síðustu mínúturnar í vinnunni og blogga um það og fleira.
Á föstudaginn fór ég í tvö kveðjupartý. Annars vegar til Guðbjargar og hins vegar til Sigga og Örnu. Ég byrjaði hjá Guðbjörgu og þar var byrjað á því að boðið var upp á grillaða hamborgara og með því og sat fólk úti og borðaði saman. Svo var farið í leiki þar sem fólk var skipt í lið algjörlega random að því er virtist. Svo fór ég til Sigga og Örnu og þaðan í bæinn á Kaffi Cultura, þar sem Árni frændi var að spila og vorum við það fram að lokun.
Laugardagurinn var nú bara mellow eitthvað, leit til Gunna B en hann átti einmitt afmæli en fór snemma heim þar sem ég ætlaði að fara að læra í gær, sem ég og gerði.
Tók netta upprifjun í gær á því hvernig var í skólanum seinasta vetur. Var í skólanum frá 12-23 að fráskildum einhverjum tíma þegar ég fór heim í mat. Það var gríðarhressandi að koma aftur í þriðja árs stofuna og taka aðeins á því lærdómslega.
Annars er það helst að frétta af mér að ég er að klofna á því að finna mér íverustað í Köben. Það er eiginlega orðið útséð með það að ég fái ekki herbergi á kollegi þar sem ég á minna en 6 mánuði eftir af náminu mínu. Þannig að núna þarf ég að taka ákvörðun, vil ég reyna redda herbergi í lyngby og jafnvel bíða fram á síðustu stundu með því að redda því eða ætti ég að vera bara nær miðbænum í Köben, þar sem ég er hvort eð er ekki nema í 4 mánuði þarna úti? Þetta er hausverkur minn um þessar mundir og er hann allstór.

Annars er maður bara sáttur við byrjunina á ensku deildinni. United vann, Rooney og Nistelrooy komnir í gang. En slæmt þótti mér að Chelsea náði að "stela" sigrinum á móti Wigan.