A site about nothing...

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Ég er með soldið vangefna heyrn, væntanlega sökum þess að ég hef tvisvar sprengt í mér hljóðhimnuna, og heyri þess vegna oft annað en sagt er. Nýjasta dæmið um þetta er nýja lagið með White Stripes, My Doorbell. Þá var það þannig að ég hélt að textinn væri eftirfarandi:
I´m thinking about my girlfriend, when you gonna bring it, when you gonna ring it (var samt ekki viss um bring eða ring í seinna skiptið)
Nú ég hélt þetta þó svo ég vissi að lagið héti my doorbell en mér fannst það soldið skrýtið að lagið héti my doorbell en textinn væri eins og hann er. Svo í dag þá loksins sá ég ljósið þegar lagið var kynnt og svo spilað og þá heyrði ég sannleikann:
I´m thinking about my doorbell, when you gonna ring it, when you gonna ring it.

Þurfti að hitta fólk áðan á Hressó og var orðinn ansi seinn en átti eftir að borða kvöldmat. Ætlaði að grípa mér pullu á Bæjarins en svo mundi ég eftir því að í gær þá var ég að tala við Gunna B, Káka og Kidda og Gunni mælti með Pizza King við Káka. Þannig að ég ákvað að fá mér frekar eina sneið og hún var virkilega góð. Fékk fjórðun úr 16 tommu pizzu held ég með pepperoni og borgaði skitinn 300 kall. Var bara nokkuð mettur af þessu og mæli eindregið með að fólk kíki þarna. Skilst að þetta séu sömu eigendur og að Devito´s en mér fannst samt pizzan öðruvísi, kannski misminnir mig bara.

Í dag eru þrjár vikur þangað til ég flyt til Danmerkur. Ég er ekki kominn með herbergi á kollegi og það er nett pirrandi því ég vil helst ganga frá svona hlutum sem fyrst. Ég sendi póst til þeirra sem sjá um að úthluta svona og spurði meðal annars hvenær maður gæti átt von á svari. Svarið sem ég fékk var ekki beint upplífgangi, ég mætti búast við því að fá tilboð um herbergi innan næstu 6 mánuða. Jáhá, ég verð kannski bara kominn heim þá.