Það er ekki laust við að maður yrði nett pirraður í dag. Fékk póst frá PFIU sem sér um að veita nemendum herbergi á kollegi. Ég var búinn að vera að skrifa þeim og spyrja hvenær maður gæti átt von á því að fá tilboð. Svo fékk ég svar við því og þar var sagt að maður gæti átt von á því að fá svar innan 6 mánaða. Ég svaraði og sagði að ég yrði kominn heim eftir 4 mánuði og því gæti ég verið kominn heim þegar loksins kæmi tilboð. Svo í dag fékk ég svar og þá var sagt að ekki yrði leigt herbergi til nemenda sem eru skemur en 6 mánuði skildist mér þannig að ég get bara kiss this goodbye. Ég var brjálað að treysta á þetta, var búinn að heyra að þar sem maður væri frá Íslandi fengi maður pottþétt tilboð og svona og þessvegna sleppti ég því að borga skólanum 35 evrur fyrir einhvern ákveðinn tíma til að redda mér húsnæði. Núna lítur út fyrir það að ég þurfi að væla í DTU um að redda mér húsnæði eða að reyna að finna mér eitthvað sjálfur og það eru ekki mikið af lausum herbergjum í Lyngby.
Að jákvæðari og skemmtilegri málum. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að FH verði Íslandsmeistari í ár. 8-0 bökun á Grindavík færði FH skrefi nær bikarnum og ég gæti vel trúað að Allan Borgvardt muni slá markametið á Íslandi. Skemmtilegast væri ef þeir kæmust ósigraðir í gegnum deildina, sem er alveg raunhæfur möguleiki að mínu mati.
Annað tengt fótbolta þá horfði ég á meistaradeildina í gær og sá United vinna Debrecen á Old Trafford. Rooney og Ronaldo áttu leikinn og það verður svo mikil unun að fylgjast með þeim í vetur að ég get varla beðið. Ronaldo er að "vitkast" sem leikmaður þar sem hann er meira farinn að taka einnar snertingarbolta og að spila betur með liðsfélögum sínum. Menn eru líka að tala um að Rooney og Ronaldo séu farnir að spila mun meira sín á milli og eru minna eigingjarnir eins og kanski sást í markinu hans Ronaldo. Mér skilst að í æfingarleik á móti Antwerpen hafi nákvæmlega sama staða komið upp og þá gerði Rooney hið sama í stað þess að reyna að skora. Þetta verður gaman að horfa á. Helst finnst mér þó vanta að United splæsi í einn miðjumann og þá ættu þeir að vera með lið sem gæti challenge-að bæði meistaradeildina og ensku deildina.
Að jákvæðari og skemmtilegri málum. Það virðist fátt geta komið í veg fyrir að FH verði Íslandsmeistari í ár. 8-0 bökun á Grindavík færði FH skrefi nær bikarnum og ég gæti vel trúað að Allan Borgvardt muni slá markametið á Íslandi. Skemmtilegast væri ef þeir kæmust ósigraðir í gegnum deildina, sem er alveg raunhæfur möguleiki að mínu mati.
Annað tengt fótbolta þá horfði ég á meistaradeildina í gær og sá United vinna Debrecen á Old Trafford. Rooney og Ronaldo áttu leikinn og það verður svo mikil unun að fylgjast með þeim í vetur að ég get varla beðið. Ronaldo er að "vitkast" sem leikmaður þar sem hann er meira farinn að taka einnar snertingarbolta og að spila betur með liðsfélögum sínum. Menn eru líka að tala um að Rooney og Ronaldo séu farnir að spila mun meira sín á milli og eru minna eigingjarnir eins og kanski sást í markinu hans Ronaldo. Mér skilst að í æfingarleik á móti Antwerpen hafi nákvæmlega sama staða komið upp og þá gerði Rooney hið sama í stað þess að reyna að skora. Þetta verður gaman að horfa á. Helst finnst mér þó vanta að United splæsi í einn miðjumann og þá ættu þeir að vera með lið sem gæti challenge-að bæði meistaradeildina og ensku deildina.