Verslunarmannahelgin að baki og ég fór ekki út úr bænum. Á föstudagsnóttina leit út fyrir að ég væri að fara norður á Akureyri á Halló Beggi með Tuma og Kenneth en þegar ég vaknaði um morguninn daginn eftir og renndi yfir bókhaldið hvað þetta myndi kosta ákvað ég að sleppa því. Það hefði annað hvort verið Akureyri eða London í september og þar sem ég ætla að gera allskonar hluti í London eins og t.d. að taka GRE prófið þá valdi ég frekar að chilla heima og fara til London í september. Samt get ég ekki neitað því að maður var með hugann við Norðurlandið alla helgina og hversu gaman þetta hefði getað orðið. Veðrið virtist leika við Akureyringa og félagsskapurinn hefði ekki verið slæmur. Þess í gerði ég eftirfarandi um helgina. Fór á Stuðmannaball á Players á föstudaginn með Tuma og Kenneth og það var virkilega gaman. Við þrír lækkuðum meðalaldurinn ansi mikið þarna inni. Sorglegast var samt að sjá allar gömlu pissfullu konurnar sem stóðu fremst við sviðið og góndu á Egil Ólafsson og klæddu hann úr fötunum með augunum á sér. Fyndnast var þegar Tumi grillaði í einhverjum gömlum karli sem var hræðilegur dansari, Tumi fór að dansa með honum en kallinn fílaði það ekki og fór af dansgólfinu.
Á laugardaginn fór ég svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn og sá Stuðmenn spila á tónleikum. Það var algjör snilld að sjá Valgeir með þeim og þeir tóku fullt af klassískum lögum. Svo leit ég aðeins í bæinn en entist stutt. Í gær og í dag var bara chill og var það bara mjög gott. Maður ætti að koma endurnærður inn í nýja vinnuviku enda er mikið um að vera framundan og maður þarf að vera ferskur.
Svo að lokum þá verð ég að segja frá því að ég keypti mér miða á Coldplay í Köben 30. október. Ef einhvern langar til að kíkja til Köben og kannski nýta ferðina þá mæli ég með því að hann kíki 30. október en verði búinn að fara á www.billetlugen.dk síðuna fyrst og fjárfesta í miða á tónleikana.
Á laugardaginn fór ég svo í fjölskyldu og húsdýragarðinn og sá Stuðmenn spila á tónleikum. Það var algjör snilld að sjá Valgeir með þeim og þeir tóku fullt af klassískum lögum. Svo leit ég aðeins í bæinn en entist stutt. Í gær og í dag var bara chill og var það bara mjög gott. Maður ætti að koma endurnærður inn í nýja vinnuviku enda er mikið um að vera framundan og maður þarf að vera ferskur.
Svo að lokum þá verð ég að segja frá því að ég keypti mér miða á Coldplay í Köben 30. október. Ef einhvern langar til að kíkja til Köben og kannski nýta ferðina þá mæli ég með því að hann kíki 30. október en verði búinn að fara á www.billetlugen.dk síðuna fyrst og fjárfesta í miða á tónleikana.