A site about nothing...

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Nú er maður kominn ágætlega af stað í Laugum og búinn að fá sér ágætis prógram og plan hversu oft á að æfa. Mér finnst voða fínt að vera þarna, þrátt fyrir hvað þetta er stórt og líklega er það hversu stórt þetta er að ég er að fíla þetta mjög vel. Svo er algjör snilld að þegar maður er að hlaupa að horfa á eitthvað sniðugt í sjónvarpinu. Samt það besta við þennan stað eru sturturnar. Þær eru algjör snilld. Hitastigið er svona just right(ekki morgunkornið þó), lýsingin svona kósy og þægileg og svo er svo mikill þrýstingur í vatninu, sem er alltaf betra. Þetta hljómar voða gay, en er það samt ekki.
Versló framundan, hef ekki guðmund hvað ég muni gera. Væri kúl að fara í golfútilegu og elta veðrið, í það minnsta fer ég ekki á neina skipulagða hátíð. Þær eru ekki minn tebolli.
Stefnir í crazy viku í vinnunni, allir að panta og svona og ekkert til, sem gerir þetta skemmtilegra. Maður hefði getað haldið að sölustjórarnir gætu gert einhverja spá yfir sölu á þessu tímabili og byrgt sig upp af vörum. Þetta fyrirtæki er bara búið að vera til síðan 1907.