A site about nothing...

laugardagur, júlí 31, 2004

Í strætóskýlum og blaðaauglýsingum hefur mikið verið auglýst gegn nauðgunum. Þar má t.d. sjá stelpu sem liggur, hneppt frá gallabuxunum hennar og í klofinu er búið að setja biðskyldumerki. Önnur auglýsing sýnir stelpu og strák saman, stelpan er "dauð" af áfengi og búið er að setja stopp merki yfir munninn á henni, svo er yfirskrift auglýsingarinnar að sumir strákar eigi bara sjens í dauðar stelpur. Eitt varðandi þessi merki sem eru notuð, mér finnst skrýtið að biðskylda er sett á klofið á stelpunni, svona hafðu varann á áður en þú heldur áfram, en stoppmerki er á munninum, stoppaðu algjörlega og vertu algjörlega viss um að allt sé öruggt áður en þú heldur áfram, svo maður lýsi umferðarmerkingu merkjanna. Því ef það er verið að auglýsa gegn nauðgunum ætti ekki stoppmerkið að vera í klofinu og biðskyldan á munninum. Þó svo ég sé ekki að réttlæta að einhverjir gaurar noti sér það að stelpur séu rænulausar og kyssi þær og geri jafnvel meira þá finnst mér að merkjunum hefði átt að vera víxlað. Ef einhver gaur kyssir rænulausa stelpu þá er það ekki gott en samt betra en að nauðga stelpunni. Kanski heimskuleg pæling, hvað finnst ykkur?

Að léttara hjali. Eftir erfiða fæðingu í dag fórum ég, Kiddi og Gbus a.k.a Jesús í golf í Setberginu í dag. Snilldarvöllur þar á ferð, green-in eins og mýkstu teppi og völlurinn geysifallegur. Ein hola var að gera mér mjög erfitt fyrir og spilaði ég hana fyrri hringinn á 12 og seinni á 13, en á seinni hafði ég sagt að það væri ekki sjens að ég toppaði tólfuna frá hringnum á undan, famous last words. Ég spilaði verst af okkur en var samt parakóngur dagsins með tvö pör. Maður á eftir að kíkja aftur þarna það er fullvisst.