A site about nothing...

mánudagur, júlí 12, 2004

Eftir vinnu í dag fór ég í Lauga og keypti mér kort. Bílastæðin fyrir utan húsið eru greinilega hugsuð þannig að fólk byrjar æfingarnar á því að labba pínu spöl því bílastæðin næst húsinu eru ekki það mörg og á þeim tíma sem ég var, var allt fullt. Þetta finnst mér voðalega sniðugt hjá þeim, svona að hita mann aðeins upp. Svo er nottla augnskanninn mjög svona futuristic. En fyrir þá sem ekki vita þá fær maður ekki neitt kort, þegar maður kaupir kort. Heldur er augað á þér skannað og tengt kennitölunni þinni og svo þegar þú mætir á svæðið þá leggur þú augað upp að augnskannanum sem tjekkar hver þú ert og hleypir þér inn, ef þú hefur leyfi til þess. Ég hef heyrt að það þýði lítið að rífa auga úr einhverjum öðrum, eins og maður sér oft í kvikmyndunum, til að komast inn. Því þegar augað er tekið úr breytist eitthvað í því, líklega hornhimnan og þekkist því ekki. Þetta var svona pínu fróðleikur ef ykkur hafði dottið þetta í hug.
Mér líst bara ágætlega á þetta, það er nóg af hlaupabrettum og meðan maður hleypur er hægt að horfa á allskonar sjónvarpsrásir. Reyndar er það þannig að útsending er rofin með auglýsingum, frá Egils Kristal og World Class og einhverjum fleirum, einhver þarf að borga þetta víst.
Þetta var samhengislaust blaður um fyrstu upplifun mína af Laugum.

Orri heiti ég og þú ert að hlusta á Skonrokk. Orri ef þú lest þetta, sem er ólíklegt en samt, þá vil ég bara láta þig vita að þú þarft ekki eftir hvert einasta lag segja hvað þú heitir, mér er drullusama hvað þú heitir og vonandi er fleirum drullusama líka hvað þú heitir.
Ég bara varð að koma þessu frá mér.