A site about nothing...

sunnudagur, júlí 18, 2004

Fór í gær með Tuma og Atla og spilaði golf í Þorlákshöfn. Byrjaði ekki spes, því á fyrstu tveimur á maxaði ég holurnar, þ.e. við settum 10 högga max á allar holur. Þó svo ég hafi byrjað hörmulega þá voru nokkur högg mjög góð. T.d. var það á par þrjú holu að ég sló inn á jaðar flatarinnar. Flötin var nú ekki í besta ásigkomulaginu, skemmdir í henni og svona, og ég átti svona um 15-20 metra pútt eftir til að fá birdie. Ég reyndi að lesa brautina, tók síðan púttið, og það stoppaði svona 5cm frá holunni, fyrir miðju. Það hefði verið rosalegt að setja það oní. Ég endaði svo hringinn á að spila þetta á 28 yfir pari fyrir 9 holur sem er ekkert spes.
Svo þegar ég var búinn í golfi þá hitti ég Gunna, Fjalarr og Káka niðrí bæ. Ég átti eftir að fá mér að borða svo þeir fylgdu mér á Hlölla og svo sátum við þar í svona þrjá og hálfan tíma eða svo, þ.e. fyrir utan. Addi Ak kom og hitti okkur og upp úr tólf fórum við og kíktum á staðina. Það var röð á þeim flestum eins og við er að búast á laugardögum. Af stöðum kvöldsins leist okkur best á Hressó, fínn staður þar á ferð.