Fór í gær í ísbíltúr í góða veðrinu og leið okkar lá meðal annars framhjá gamla grunnskólanum mínum, Víðistaðaskóla. Það er búið að byggja heilmikið við hann og allt annað að sjá hann í dag en þegar ég var þarna fyrir einhverjum 6 árum eða svo. Þessi heimsókn hefur greinilega haft áhrif á mig, því í nótt þá dreymdi mig að ég væri kominn aftur í þennan skóla. Það var þó ekki þannig að ég væri í grunnskóla heldur var ég enn í háskólanum en ég var að taka nám þarna sem var svona eins og einhver endurmenntun í dönsku. Ég labbaði um svæðið og allt sem ég vissi hvar áður var, var einhvernveginn ekki þarna og ég fann ekki stofuna sem ég átti að fara í. Svo var ég eitthvað stressaður að finna stundatöfluna mína en það gekk lítið, þó svo ég færi á skrifstofuna en fólkið þar var ekkert að hjálpa mér. Það skoðaði bara bloggsíðuna mína og var sérstaklega að skoða kommentin og ég var ekkert að fíla það sérstaklega. Skemmtilegur sýrudraumur þetta.
Það getur verið ágætt að vinna þar sem ég vinn. Oft er eitthvað góðgæti á borðum í kaffistofunni, ef einhver á t.d. afmæli eða af einhverju öðru tilefni og svo fær maður stundum hluti gefna. T.d. í dag fékk ég gefna 24-85mm ultrasonic linsu, sem var ónotuð og það verður að teljast frábært, því ultrasonic er það besta á markaðnum. Ég var búinn að kanna jarðveginn fyrir því að kaupa hana, því hún var í svona kitti sem var hætt að selja, fyrir nokkru og svo spurði ég í dag og þá var mér linsan gefin bara. Maður hatar ekki að fá hluti gefna.
Það getur verið ágætt að vinna þar sem ég vinn. Oft er eitthvað góðgæti á borðum í kaffistofunni, ef einhver á t.d. afmæli eða af einhverju öðru tilefni og svo fær maður stundum hluti gefna. T.d. í dag fékk ég gefna 24-85mm ultrasonic linsu, sem var ónotuð og það verður að teljast frábært, því ultrasonic er það besta á markaðnum. Ég var búinn að kanna jarðveginn fyrir því að kaupa hana, því hún var í svona kitti sem var hætt að selja, fyrir nokkru og svo spurði ég í dag og þá var mér linsan gefin bara. Maður hatar ekki að fá hluti gefna.