Dagurinn í gær í vinnunni var ansi crazy. Við gátum afgreitt frekar fáar pantanir á þriðjudeginum því það vantaði einhverjar filmur sem komu í gær, þannig að þegar þær komu þá fórum við að dæla út pöntunum og ef við höfum bara ekki sent í allar búðir á landinu, pínu ýkt, filmur og batterí. Við vorum að vinna til 7 sem þýðir ellefu tíma vinnudagur hjá mér, og ég var dauðþreyttur þegar ég kom heim. Svo er ég að vonast til að það verði lítið að gera á morgun og ég fái að fara fyrr heim, svona ef ske kynni að ég færi eitthvað út úr bænum. Hugmyndin eins og er er að elta veðrið ef það er ekki of langt í burtu og kíkja í golf á daginn og chilla á kvöldin. Kemur í ljós hvað verður úr því.
Endilega kíkið á myndalinkinn hér til vinstri, það er alltaf að bætast við myndir.
Endilega kíkið á myndalinkinn hér til vinstri, það er alltaf að bætast við myndir.