Ég hef lært það á mínum tíma sem lagermaður að mikilvægasta verkfærið sem maður hefur er hnífurinn. Maður er gjörsamlega handlama án hnífsins, því það þarf ófáum sinnum að opna einhverja kassa og handaflið virkar oft ekki í þeim tilvikum. Svo er tússinn mikilvægur í mínu starfi því ég er oft að pakka vörum og þarf að skrifa á kassana hvert þeir fara. Svo er annar mjög stór kostur við að vinna á lagernum og það er það hversu mikil nálægt er við skrifstofuna og þá kynnist maður vörustjórum að öllum vörunum, sem þýðir að maður getur vanalega fengið betri prís en út úr búð með þeim afslætti sem starfsfólkið fær. Eða þá að maður fær hluti gefins og nú þegar hef ég fengið þónokkuð af dóti sem hætt var að nota og ekki hægt að selja. T.d. var mér í þessari viku gefin mjög góð linsa sem maður setur á EOS vélar, ég hafði boðist til að kaupa hana en vörustjórinn gaf mér hana og sagði að þetta væri jólagjöfin til mín. Hann er reyndar að hætta þannig að það er spurning hvort það hafi eitthvað með málið að gera.
Það gerðist fáheyrður atburður í gær. Þá fór ég í Skífuna og borgaði fyrir nýjan geisladisk. Reyndar vissi ég eiginlega fyrirfram þvílíka eðalvöru ég væri að kaupa og ég fíla hljómsveitina mjög mikið þannig að ég vildi eiga þetta, ekki bara á tölvunni. Ég keypti mér semsagt We are 10, sem er best of diskur Supergrass og ég verð að segja að þetta er snilldarplata sem er skyldueign. Þessir kappar eiga svo mörg góð lög að það hálfa væri nóg. Drífðu þig út NÚNA og keyptu hana!
Það er búið að vera gott veður í viku núna hérna á suðvestur horni landsins og það er mjög óvanalegt. Einnig hef ég tekið eftir því að fimmtudagar hafa verið óvenjulega góðir í allt sumar, veðurfarslega séð. Í tilefni góða veðursins þá gat ég ekki setið bara inni þannig að ég skellti mér á línuskauta og það var mjög góð ákvörðun. Í blankalogni og fínum hita, renndi ég mér frá Nauthólsvíkinni inn í Vesturbæinn og tilbaka og naut útsýnisins sem varð á vegi mínum. Svona á sumarið að vera.
Það gerðist fáheyrður atburður í gær. Þá fór ég í Skífuna og borgaði fyrir nýjan geisladisk. Reyndar vissi ég eiginlega fyrirfram þvílíka eðalvöru ég væri að kaupa og ég fíla hljómsveitina mjög mikið þannig að ég vildi eiga þetta, ekki bara á tölvunni. Ég keypti mér semsagt We are 10, sem er best of diskur Supergrass og ég verð að segja að þetta er snilldarplata sem er skyldueign. Þessir kappar eiga svo mörg góð lög að það hálfa væri nóg. Drífðu þig út NÚNA og keyptu hana!
Það er búið að vera gott veður í viku núna hérna á suðvestur horni landsins og það er mjög óvanalegt. Einnig hef ég tekið eftir því að fimmtudagar hafa verið óvenjulega góðir í allt sumar, veðurfarslega séð. Í tilefni góða veðursins þá gat ég ekki setið bara inni þannig að ég skellti mér á línuskauta og það var mjög góð ákvörðun. Í blankalogni og fínum hita, renndi ég mér frá Nauthólsvíkinni inn í Vesturbæinn og tilbaka og naut útsýnisins sem varð á vegi mínum. Svona á sumarið að vera.