A site about nothing...

sunnudagur, júlí 18, 2004

Fyndið hvað maður er miklu andlausari á sumrin að blogga. Á veturna finnst mér einhvern veginn meira gerast, maður er allan daginn með vinum sínum og við tökum upp á allskonar hlutum en á sumrin er maður að vinna flest alla daga, fer heim og kanski liggur fyrir framan kassann, eða keppir einstöku sinnum með FC Kaos. Svo gerir maður kanski eitthvað um helgar, segi það ekki, en spurning hvort það sé bloggvænt.
Ætli maður bloggi meira á veturna því þá hefur maður meiri tíma, til að einmitt blogga, því maður nennir ekki t.d. að læra?
bara svona léttar hugrenningar um blogg hérna.
Fór annars í sund í dag í góða veðrinu, það var snilld. Fátt betra en að flatmaga í góðu veðri.