Hver er eiginlega munurinn á SMS inneign og venjulegri inneign? Er þetta ekki sama tóbakið? Ef einhver veit muninn má sá hinn sami endilega útskýra fyrir mér.
Maður þarf að fara að koma sér betur inn í tónlist. Einu sinni var ég alltaf með fingurinn á púlsinum í þessum málum, sérstaklega þegar Napster og Audiogalaxy voru upp á sitt besta en í seinni tíma hef ég dottið soldið úr þessu að finna nýjar hljómsveitir sem ég er að fíla. Námið hefur náttúrulega svolítið með þetta að segja þar sem tíminn til að grúska er ekki mikill og maður vill kanski gera eitthvað annað en það í frítímanum, en það er fátt skemmtilegra en að finna eitthvað nýtt, helst eitthvað sem enginn hefur heyrt og svo kynna það fyrir öðru fólki. Reyndar er alltaf erfitt að heyra ef einhver sem maður er að kynna þetta fyrir fílar ekki efnið en misjafn er smekkur manna og maður verður bara að taka því. Núna t.d. er ég að hlusta á Jamie Cullum sem ég hef áður talað um og hann er víst að gera góða hluti úti í heimi, fyrir að taka gömul lög og setja í sinn búning, svona djassbúning. Þetta lofar mjög góðu, það sem ég hef heyrt.
Joe Schmo Show er að gera góða hluti í raunveruleikasjónvarpsgeiranum.
Maður þarf að fara að koma sér betur inn í tónlist. Einu sinni var ég alltaf með fingurinn á púlsinum í þessum málum, sérstaklega þegar Napster og Audiogalaxy voru upp á sitt besta en í seinni tíma hef ég dottið soldið úr þessu að finna nýjar hljómsveitir sem ég er að fíla. Námið hefur náttúrulega svolítið með þetta að segja þar sem tíminn til að grúska er ekki mikill og maður vill kanski gera eitthvað annað en það í frítímanum, en það er fátt skemmtilegra en að finna eitthvað nýtt, helst eitthvað sem enginn hefur heyrt og svo kynna það fyrir öðru fólki. Reyndar er alltaf erfitt að heyra ef einhver sem maður er að kynna þetta fyrir fílar ekki efnið en misjafn er smekkur manna og maður verður bara að taka því. Núna t.d. er ég að hlusta á Jamie Cullum sem ég hef áður talað um og hann er víst að gera góða hluti úti í heimi, fyrir að taka gömul lög og setja í sinn búning, svona djassbúning. Þetta lofar mjög góðu, það sem ég hef heyrt.
Joe Schmo Show er að gera góða hluti í raunveruleikasjónvarpsgeiranum.