A site about nothing...

mánudagur, júlí 05, 2004

Leiðinlegt á svona góðum degi að tapa 10-2 og bólgna upp á vinstra hné. Já við skíttöpuðum leiknum áðan á móti mjög sterku liði sem hefur spilað víst í nokkur ár saman og keppt í venjulegu utandeildinni. Þeir spiluðu á miklu tempói og pressuðu okkur hátt og við áttum engin svör við þessu, enda ekki í besta forminu. Ég sem ætlaði að fjárfesta mér í korti í Laugum verð víst að bíða með þetta þar sem ég bólgnaði við hnéð í seinasta samstuði leiksins, bömmer.