Ég er kominn í hóp glæpamanna sem taka bensín og stinga af. Þannig var það að á seinasta fimmtudag fór ég ásamt Árna frænda mínum að taka bensín og við fórum í körfu. Ég fylli á bílinn og svo biður Árni mig um að pumpa í boltann líka. Þannig vildi svo heppilega til að það var strákur úti að pumpa í fótboltann sinn þannig að ég fékk nálina hjá honum og pumpaði í boltann. Svo fór ég inn og skilaði nálinni og ég og Árni skelltum okkur í körfu. Daginn eftir sé ég að það er eitthvað númer búið að hringja í mig sem ég hafði ekki náð að svara. Ég fer á simaskra.is og fletti númerinu upp og sé að það er Essó á Reykjavíkurvegi. Ég fer að velta því fyrir mér um hvað málið gæti snúist, hvort ég hafi gleymt einhverju eða eitthvað slíkt. Ég hringi og segi að ég heiti Óttar og að það hafi verið reynt að hringja í mig úr þessu númeri. Gaurinn kannast við það og segir mér að ég hafi tekið bensín deginum áður hjá þeim að upphæð xxxx krónur og spyr hvort ég ætli að borga. Auðvitað sagði ég að ég ætlaði að borga og baðst innilegrar afsökunar á þessu, en kallinn var nú ekkert of sáttur. Svo þegar ég borgaði eftir vinnu var konan þar líka ekkert of sátt við mig heldur þó svo ég endurtæki innilegu afsökunarbeiðni mína.
Úrslitaleikurinn á EM á morgun og vonandi taka Portúgalir þetta, því maður styður sinn mann, Ronaldo. En eftir árangur Grikkjanna kæmi ekkert á óvart að þeir skoruðu eitt og héldu eftir það. Þetta verður væntanlega ekki opinn og skemmtilegur leikur en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.
Úrslitaleikurinn á EM á morgun og vonandi taka Portúgalir þetta, því maður styður sinn mann, Ronaldo. En eftir árangur Grikkjanna kæmi ekkert á óvart að þeir skoruðu eitt og héldu eftir það. Þetta verður væntanlega ekki opinn og skemmtilegur leikur en ég vona að ég hafi rangt fyrir mér.