A site about nothing...

laugardagur, júlí 03, 2004

Hittumst nokkrir strákar heima hjá Káka í gær þar sem við vorum eitthvað að chilla. Meðal annars fórum við í ansi skemmtilegan leik sem er svona Actionary þar sem skipt er í tvö lið eða fleiri, við höfðum tvö lið, og liðin velja orðin sem hitt liðið þarf að leika. Allar helstu reglur Pictionary/Actionary gilda og líka hvað hægt er að leika eins og fólk, staðir dýr, hreyfing og hlutur. Svo velja liðin orðin eins og ég sagði hér áður og þá má alveg hafa þau erfið en það verður að vera innan skynsamlegra marka. Skemmst er frá því að segja að mitt lið vann og var engin pressa á mér þegar ég lék seinastur allra. Hefði mitt lið ekki getað orðið hefði orðið jafntefli, en snilldarlegur leikur minn á orðinu Stjörnutorg og góð ágiskunarhæfni félaga minna í liðinu tryggði að við höfðum sigur úr býtum. Einnig lék ég köflótta skyrtu þannig að það má segja að ég hafi ekki alveg fengið auðveldasta djobbið. Aðrir leiksigrar voru t.d. þegar Sigurjón lék sjálfan sig og Árni Guðjóns lék innflutningspartý, það var mjög langur vegur sem hann fór að því en okkur tókst það og hjálpaði mikið til að Daði bróðir hans hafði verið að flytja, þennan sama dag, hann gat notað það sér til framdráttar í leik sínum.
Snilldarleikur sem verður eflaust endurtekin seinna.