A site about nothing...

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Nú er vika í fyrsta prófið og ég er ekki byrjaður að læra fyrir það. Ég er hinsvegar byrjaður að læra fyrir próf sem er 10.maí og annað próf sem er 8.maí og svo eitt sem er 5.maí en ekki það sem er 4.maí. Fyndið þegar maður er að læra og það er komið kvöld og langt í próf hvernig maður svona hættir bara ef maður nennir ekki læra lengur. Ef prófið væri eftir örfáa daga myndi maður pína sig áfram til að læra en einhvernveginn er aginn ekki nógu góður hjá manni til að gera það fyrir próf sem eru eftir langan tíma. Þessvegna tel ég að ég yrði slakur í svona fögum þar sem maður fær massífan upplestrartíma, sem maður verður síðan að læra jafnt og þétt. En ætli það sé ekki bara æfing eins og það er æfing að nenna að sitja og reikna dæmi.
Spurning ef það verður gott veður á morgun hvort maður drösli ekki línuskautunum með og taki einn rúnt svona til að líta aðeins upp úr bókunum. Orðið ansi langt síðan maður fór og þarf maður að rifja upp tæknina fyrir sumarið, þar sem maður ætlar að taka góða nýtingu á þetta allt saman. Það er nefnilega fáránlega gaman á línuskautum og er mikil tilhlökkun að byrja að fara að renna sér.