A site about nothing...

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Sæmilegasta veður í gær og ég stóð við það að fara á línuskauta. Þegar ég var nýbyrjaður að renna mér fann ég fyrir þvílíkum mjólkursýrum í fótunum að það hálfa væri nóg en renndi mér þó áfram. Það er nefnilega þannig að hafi maður ekki farið í einhvern tíma þá er maður pínu stund að komast yfir mjólkursýruástandið, en um leið og maður er kominn yfir þann hjalla þá er þetta bara eintóm gleði. Það var reyndar pínu kalt í gær, sérstaklega þegar maður er að renna sér en þetta var ágætis byrjun á línuskautasumrinu mínu.
Fór og horfði á seinustu 25 mínútur landsleiksins í gær. Ágætis leikur og íslenska liðið stóð sig bara mjög vel. Þeir voru að ná ágætis spila á köflum og mér fannst ekki nein rosaleg hætta að marki Íslands þann tíma sem ég sá leikinn. Marians Pahars átti innáskiptingu dagsins því hann fór útaf 13 mínútum síðar. Spurning hvernig Lettar munu standa sig á EM í sumar, þeir komast væntanlega ekki upp úr riðlinum sínum.