A site about nothing...

mánudagur, nóvember 25, 2002

Andleysi er ríkjandi þessa dagana. Lítið af skemmtilegum hlutum sem mig langar til að ræða um hafa borið fyrir augum, nema kanski fyrirsögnin í séð og heyrt þar sem stendur um Fjölni og Mel B, Vorum villt í rúminu. Mér fannst það fyndið. Hvernig gátu þá villst í rúminu. Það er nú ekki svo stórt sko. Eða vissu þau ekki hvað þau áttu að gera og voru þessvegna villt?

Nýbakað rúgbrauð, lungamjúkt, með smjöri og osti og glasi af appelsínusafa er of gott, fékk nefnilega svoleiðis í dag. Talandi um góðan mat, nú styttist í að rjúpan verði borin á borð og etin upp til agna, með öllu gúmmelaðinu sem vanalega er á jólum. Svei mér þá ég er farinn að hlakka til.