A site about nothing...

fimmtudagur, nóvember 14, 2002

Hversu gott er það að sofa út. Helvíti gott verð ég að segja. Ég semsagt ákvað að sofa út í dag í stað þess að vakna snemma og fara upp í skóla að læra, bara svona einu sinni áður en álagið verður of mikið. Ætli ég bara læri ekki heima líka svona til tilbreytingar.

Ég vissi ekki að það væri maður í vinnu við að gera þetta. Ætli hann fái laun eða eru launin hans að fá að gera þetta?

Sánd er mjög merkilegt blað. Ég man þegar það kom fyrst út, þá þótti það mjög merkilegt þvi á bakvið það stóðu einhverjir 12 ára guttar að mig minnir og blaðið var svosem ágætt. Síðan hélt blaðið áfram að koma út, en stundum leið mjög langt á milli tölublaða. Í dag er blaðið orðið fullorðið ef svo má segja, allt blaðið er í lit, þeir eru með fullt af mjög góðum tónlistargagnrýnendum og blaðið í alla staði mjög veglegt hjá þeim. Mæli með því að fólk líti á það.