A site about nothing...

laugardagur, nóvember 23, 2002

Fór á tónleikana sem Edda-Miðlun bauð upp á í gær. Kvöldið byrjaði á því að ég var bara að tjilla backstage með poppstjörnum á við Bent og 7berg og búdrýgindi í góðum fíling. Ég hafði mætt snemma því ég bjóst við því að margir myndu nýta sér tækifærið á ókeypis tónleikum með góðum atriðum. Svo þegar fyrsta atriðið var svona að fara byrja fór ég fram og viti menn það var frekar fámennt og þannig átti það eftir að vera allt kvöldið sem mér finnst frekar fáranlegt. Þegar ég kom út í sal hitti ég þá mætu menn Martin og Tuma og voru þeir í gríðarlegu góðu skapi bara.
Fyrsta hljómsveitin var Búdrýgindi og þeir voru þónokkuð góðir. Sérstaklega var ég sáttur við gítarleikarann og trommuleikarann því þeir voru að gera góða hluti. Inn á milli atriða voru síðan sýnd tónlistarmyndbönd listamannanna og voru allar hljómsveitir með eitt slíkt. Til að byrja með var það voðalega skemmtilegt. En þegar fór að líða á kvöldið og langt var á milli atriða því einhver tæknileg vandræði voru, þá var maður búinn að sjá sum myndböndin alltof oft og búinn að fá leið á laginu. Sérstaklega átti þetta við lagið, Manstu ekki eftir mér með Stuðmönnum. Þeir liðu soldið fyrir það að vera síðastir því allir voru búnir að heyra lagið milljónsinnum um kvöldið og svo tóku þeir lagið þar að auki, reyndar í styttri útgáfu. Ég er mjög mikill aðdáandi Stuðmanna en samt hef ég aldrei farið með þeim á ball, sem mér finnst mjög leiðinlegt, eða séð þá á tónleikum. Þannig að það var mjög gaman að sjá þau í gær, þó að settið þeirra væri stutt. Þó tóku Sísi sem er snilldarlag og gaman að þau séu farin að taka það aftur og svo eitthvað lag sem ég hef ekki heyrt áður en var helvíti gott. Reyndar var Egill pissfullur og skrýtin en það eyðilagði ekkert fyrir mér.

Djöfull er þetta góður dagur, svona fótboltalega séð. Manchester sýndi loks að þeir geta skorað þó svo að hálft byrjunarliðið sé meitt, Arsenal tapaði og Liverpool.líka. Öll þessi krísa sem um hefur verið rætt að undanförnu er kanski ekki svo mikil krísa. Arsenal og Liverpool hafa verið að tapa stigum upp á síðkastið og allt er ennþá opið, sem er mjög gott fyrir mína menn.