A site about nothing...

mánudagur, nóvember 25, 2002

Ég og brósi fjárfestum í framtíðinni á föstudaginn. Við keyptum semsagt eitt stykki DVD spilara. Svo þurfti náttúrulega að kaupa eina mynd með og varð Star Wars episode II fyrir valinu. Við tengdum tækið og horfðum á hið magnaða atriði þegar Yoda er að slást og þá tókum við eftir einu skrýtnu. Allt var eitthvað svo bleikt. Hófst þá leit í bæklingum sem fylgdu með hvernig maður gæti lagað liti og þessháttar en ekkert fannst. Svo í kvöld leigðum við mynd og hún var ótrúlega bleik, það var erfiðara að greina það á Star Wars því hún er svo rosalega tölvuunnin. Datt okkur þá í hug að fikta í snúrunum og skipta um scart tengi. Og viti menn þetta var allt annað líf. Það er ekki hægt að bera saman hvernig þetta var áður miðað við hvernig þetta lítur út núna. Svo að nú er bara gleði.
Svo er spurning hvort maður biðji ekki um í jólagjöf simpson´s seríu númer 2 á dvd, það er víst nýjasta serían.