Síðasta mánuð hef ég verið að spila fótbolta á miðvikudagskvöldum í Sporthúsinu. Vellirnir sem spilað er á eru þeir sömu og voru alltaf notaðir í fótboltamótum í MR og þegar ég kom þangað í fyrsta skipti í haust þá átti ég bara góðar minningar þaðan því síðasta mótið sem við spiluðum þar unnum við og vorum krýndir MR-meistarar 2002, mjög gott. Til að byrja með voru flestir í hrikalegu formi og ekki bætti úr skák að við vorum fáir í fyrsta skiptið þannig að mikið þurfti að hlaupa. En nú mánuði síðar er þetta að koma hægt og rólega og mikið djöfull er gott að sprikla svona aðeins áður en maður fer að sofa. Svo fer maður í góða sturtu á eftir og beint að sofa.
fimmtudagur, nóvember 21, 2002
|
<< Home