A site about nothing...

föstudagur, nóvember 15, 2002

Föstudagar ættu að vera kallaðir dagar dauðans. Ég minnist þess að þegar ég var bæði í grunnskóla og menntaskóla þá var reynt að hafa föstudaga stutta daga. En ekki í Háskólanum, ó nei. Heldur er ákveðið að hafa daginn straight frá 8-15:20. Öll skrif-fögin eru höfð þennan dag, og maður fær ekki einu sinni matarhlé. Maður er líka búinn þegar skóladeginum lýkur.

Ég er með kenningu um að kennarar í Háskólanum hafi farið á svona sálfræðinámskeið, því ég hef tekið eftir því að þegar þeir eru að útskýra eitthvað, í dæmum eða útleiðslum á einhverju þá segja þér alltaf; ,, Auðséð er", ,,fljótséð er" og allskonar þess háttar. Þetta er pottþétt einhver svona sálfræðileg aðferð til að spila með okkur. Láta okkur halda að þetta sé ekkert mál. En þá verður maður líka mjög svekktur ef maður fattar ekki eitthvað sem á að vera auðséð.

Eftir þessu litlu tilraun mína í gær, að vera heima og læra sá ég að mér sé hollara að fara upp í skóla. Ég kom mjög litlu i verk. Einhvern veginn þá náði allt að trufla mig. Það liggur við að mig langi meira til að taka til í herberginu mínu heldur en að læra þegar ég er heima. En þetta var samt mjög ljúft, sofa út, slappa solítið af, breyta um umhverfi og svona.

Ég sá nýlega eitthvað nýtt lag, þar sem allskonar rapp gaurar koma fram, þar á meðal, P.Diddy, Bustah Rhymes, Snoop Dogg og fleiri. Og myndbandið var svona í þessum bling bling stíl. Þeir í sínum ruðningstreyjum, eflaust hönnuðum af einhverjum megadýrum hönnuði, með keðjur um hálsana, með demöntum í og demantshringi, fleygjandi peningum, með hálfnaktar kellingar sem hristu á sér rassinn í takt við lagið og svona. Gott að þeir eru trúir uppruna sínum. Hverjar eru líkurnar á því að þú myndir sjá Prump pabba í gamla ghettóinu sínu án a.m.k. 5 lífvarða? Mjög litlar myndi ég telja.

Svo var ég að pæla, hversu ótrúlegt það væri hvað allt gengur hratt fyrir sig í Hollywood. Þá sérstaklega sambönd. Fólk er varla byrjað að deita, þegar maður heyrir tilkynningu um að nú eigi að gifta sig, og þetta brúðkaup eigi að vera það magnaðasta sem sést hefur og ekkert til sparað. Og svo eru margir að gifta sig í annað, þriðja, fjórða skiptið. T.d. J-lo og Ben Affleck. Þau voru búin að vera saman, í hvað 1-2 mánuði þegar þau ákváðu að trúlofa sig. Blekið á skilnaðarpappírum J-lo er varla þornað ennþá, en nei hún hefur fundið stóru ástina í lífi sínu, í 4 skiptið, og í þriðja skiptir mun hún ganga upp að altarinu, nú á Valentínusardaginn.
Svipaða sögu heyrði ég með Beyncé Knowles og Jay-Z. Þau eru svona frekar nýbyrjuð saman og þau eru víst trúlofuð. Svo giftist þetta lið og áður en brúðkaupsferðinni er lokið, þá eru komnar fréttir í blöðin um að hjónabandið gangi ekki nógu vel, og stuttu síðar skilur fólkið. Þetta er náttúrulega bara geðveiki, enda er þetta Ameríka.