A site about nothing...

mánudagur, nóvember 18, 2002

Andy Rooney er snillingur. Hann og 60 mínútur eru eitt það besta sem sjónvarpið hefur upp á að bjóða í dag. Mér finnst eins og ég hafi alist upp við þetta. Þessar raddir og andlit eru orðnir svona heimilisvinir og maður veltir því fyrir sér, munu þau endast að eilífu því manni finnst þau hafa verið svo lengi í sjónvarpinu. Í gær var Rooney að tala um umbúðir um allskonar hluti og hversu erfitt það er að opna þetta. Hann benti á mjög gott dæmi, en það eru svona child-safe lok á pilluglösum. Hann sagði að auðvitað væri það gott að börnin kæmust ekki í glösin en slæmt væri ef fólkið sem þarfnaðist þeirra kæmust ekki í þau heldur. Hann velti því fyrir sér hvort einhver hefði dáið af því hann gat ekki opnað pilluglasið út af barnalæsingunni.

Sat á kaffistofunni í Bókhlöðunni í dag þegar 3 drengir voru að ræða saman um sumarið og hvað það hefði verið gaman. Að því er ég best náði þá fóru þeir á Hróarskeldu og þeir voru að lýsa því hvernig þar hefði verið . Af lýsingunum að dæma þá voru gaurarnir skakkir allan tíman, bólufreðnir, einhver félagi þeirra á nojunni og þar fram eftir götunni. Og ef þeir voru ekki skakkir þá drukku þeir kassa á dag af bjór og voru haugafullir. Gott hjá ykkur strákar að vera auglýsa þetta fyrir öllum sem hefðu langað til að heyra þetta. Eitt sem er mjög algengt umræðuefni hjá ungu fólki eru svona fylleríissögur, hvað hann eða hún hafi verið full um síðustu helgi og hvað hefði verið drukkið mikið. Þetta er svona eins og þegar gamalt fólk ræðir um veðrið held ég, þegar það hefur um ekkert að ræða. Og eitt annað sem mér finnst mjög merkilegt er hvernig menn eru dæmdir útfrá því hvað þeir geta drukkið mikið. Maður er brjáluð kempa ef maður tekur 2 kippur og deyr ekki. En ok ein pæling, ef maður er að djamma allar helgar og stundum 2 daga er það þá ekki fjárhagslega mjög óhagkvæmt að vera svona mikil kempa. Pælið í því hvað það er eflaust leiðinlegt hjá þessu fólki að það verður rétt svo kennt af einni kippu. Á Íslandi þar sem það er dýrt að djamma mikið þá er miklu hagkvæmara að vera hænuhaus, þ.e. þurfa ekki mikið til að verða full/ur. En svo eru alltaf einhverjir sem eru hænuhausar og vita ekki sín takmörk en það er annar kapituli.