A site about nothing...

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Hvað hefur komið fyrir fyrrum átrúnaðargoð mitt, Micheal Jackson, konung poppsins? Þessi maður var þvílíkt að brillera hér áður fyrr. Fyrst með Jackson 5, og svo sem sóló artist. En eftir að hann gerðist hvítur þá hefur hann verið að vonda hluti, mjög vonda hluti. Þetta er maðurinn sem kom fram með lög eins og Don´t stop ´til you get enough sem er diskósmellur frá helvíti, beat it, smooth criminal, thriller og fleiri góð lög. Núna er greyið maðurinn orðinn að einhverju fríksjóv. Þarf að mála á sig varnirnar, augabrúnirnar, skeggið og nefur flýgur af honum ef hann hnerrar. Þetta er mjög sorglegt allt saman og vorkenni ég honum.

Magnús Davíð Norðdahl nokkur kom fram í dag með mjög áhugaverða samsæriskenningu. Þannig er mál með vexti í dag er síðasti dagur til að skrá sig úr prófum og námskeiðum. Undanfarnar vikur hafa staðið skilaboð neðst á heimadæmum í stærðfræðigreiningu að þeir nemendur sem ekki ætli í próf ættu að skrá sig úr prófi því annars fengju þeir sjálfkrafa fall. Maggi velti því fyrir sér hvort það væri þannig í Háskólanum að ef kennari kenndi námskeið þar sem væri há meðaleinkunn hvort hann væri talinn betri kennari. Og ef svo væri þá hvort það væri ástæðan afhverju heimadæmin í þessari viku, nota bene þeirri viku sem síðast er hægt að skrá sig úr námskeiðum, væru þyngri en sést hefur hingað til. Svona til að ýta við einhverjum sem væru að hugsa um að hætta í námskeiðinu. Mér fannst þetta mjög áhugaverð kenning.

Í dag er þriðjudagur sem þýðir aðeins eitt, það er nýtt lag vikunnar. Ég talaði nýlega um RJD2 sem er eins manns hljómsveit og menn eru að tala um að hann sé að breyta hip-hop-inu í dag. Eins og ég sagði síðast er hann í þessum DJ Shadow, instrumental Hip-hop bransa, með sömplum sem er bara kúl. Þetta lag er funky as shit, og takið sérstaklega eftir gítarnum í viðlaginu. Brjáluð snilld.