A site about nothing...

mánudagur, ágúst 13, 2007


Það virðist vera hægt að lýsa líkamsræktar þátttöku Íslendinga með veldisdreifingu líkt og sjá má á myndinni hérna til hliðar. Ef við gefum okkur að það tímabil sem við lítum yfir sé hin venjulega vika þá sýnir dreifingin okkur að mest aðsókn er í ræktina í byrjun viku, á mánudegi. Svo eftir því sem líður á vikuna dregur jafnt og þétt úr aðsókn og í lok vikunnar eru einungis örfáir eftir sem fara.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér afhverju þessu er svona farið. Af hverju er þetta ekki samfelld dreifing með jafnri þátttöku yfir vikuna?
Ástæðan hlýtur að liggja í því að flest okkar eigum við kort og flest okkar fáum samviskubit yfir óhófi helgarinnar að við ætlum nú aldeilis að taka á því í ræktinni og mætum því öll á mánudeginum. Svo eftir því sem líður á vikuna þá nær óhófið aftur yfirhöndinni og okkur gefst ekki tími til að fara í ræktina.

Svona að lokum vil ég bæta við að þetta var nú allt í gamni sagt og að mér datt þetta bara í hug þegar ég mætti í ræktina áðan og það var troðið. Ég fylgi nefnilega þessari veldisdreifingu - allaveganna yfir sumarið.

p.s. Ég borðaði fisk tvisvar í dag og það virtually never happens.

p.p.s. það eru komnar inn myndir frá því ég var síðasta daginn minn í sumarfríinu. Honum var eitt í Köben og myndirnar má sjá hér.