A site about nothing...

þriðjudagur, maí 22, 2007

Ísskápurinn á heimilinu er farinn að syngja sitt síðasta tel ég. Þennan ísskáp höfum við átt síðan við fluttum hingað, ein 10 ár, og hann hefur gegnt sínu verki vel. Það sem amar að honum núna er að hann er súper kaldur. Þannig eiga hlutir inn í honum það til að frjósa, t.d. baby carrots sem ég ætlaði að borða áðan (voru samt ekki slæmar), og það náttúrulega gengur ekki til lengdar. Reyndar er eitt gott við þetta, drykkir verða alveg mega kaldir og ferskir einhvern veginn og þannig eru t.d. djúsglasioð sem ég fæ mér alltaf þegar ég rista brauð fáránlega gott núna og kuldinn á mjólkinni á morgunkorninu svo sannarlega vekur mann upp. En ég held að við munum losa okkur bráðlega við hann blessaðan.