A site about nothing...

fimmtudagur, maí 31, 2007

Það var annað hvort í gær eða í dag þar sem ég ákvað að gera næsta mánuð, sem hefst á morgun föstudag, að svona heilsumánuði. Pælingin er að hugsa aðeins hvað ég er að borða og reyna að lifa heilsusamlegra lífi jafnframt því sem ég reyni að æfa á fullu. Svo til að þetta gangi þá er ég að láta ykkur vita af þessu svo ég geti ekki beygt reglurnar þegar ég vil, maður þarf jú stundum aðhald. Til að starta þessu átaki þá fékk ég mér nammi í kvöld, svo mikið að mér varð bumbult en það er aukaatriði.
Allaveganna þá snýst þetta aðallega um að borða ekki skyndibitamat svo sem, Nonna, Hlölla, Mickey D's, Burger King og Pizza King og þannig staði, Subway sleppur því þar er hægt að fá hollar samlokur þannig að hann sleppur. Einnig snýst þetta um að narta ekki á milli mála og ef það er nart að þá sé það eitthvað hollt eins og gulrætur eða vínber eða epli eða eitthvað þannig.
Annað markmið er að minnka niður gosdrykkju. Hún hefur nefnilega aukist eftir að ég kom heim, vantar koffín þegar ég er þreyttur í vinnunni og ég drekk ekki kaffi, þannig að markmiðið er að minnka jafnt og þétt niður gosdrykkjuna. Spurning hvort ég hafi það 5 hálfslíters flöskur fyrstu vikuna, 4 næstu eftir því, 3 svo og að lokum 2. Reyndar tel ég að þetta gæti orðið einna erfiðast því kóka kóla light er mín uppspretta af koffíni en það verður þá bara challenge.
Ætlunin er að hafa nammidaga, laugardaga, þar sem ég má borða eitthvað nammi en að draga mjög úr magni þess sem ég fæ mér.

Jæja svo er bara ykkar að skamma mig ef ég er að svindla eða hugsa um að svindla, ég treysti á ykkur gott fólk hehe.