A site about nothing...

fimmtudagur, maí 24, 2007

Núna ekki fyrir svo löngu var ég að skila líklega mínum síðasta plötudómi í einhvern tíma á Rjómanum. Eftir að hafa verið með alveg frá byrjun þegar Ari spurði mig á djamminu hvort við ættum að gera svona dæmi þá er komið fínt í bili með að skrifa dóma en ég mun kannski meira fara út í umfjallanir og svo dóm hér og dóm þar. Það getur nefnilega verið soldil pressa að þurfa að finna tónlist, hlusta á hana og skrifa um hana og hafa kannski til þess 2 vikur. Þess í stað megið þið vænta að ég fari að blogga um tónlist ykkur eflaust til yndisauka.
Það er viðeigandi að síðasti dómurinn er um íslenska hljómsveit, Seabear, sem ég hef áður talað um og er mjög hrifinn af. Ég hvet ykkur því til að lesa dóminn sem kemur líklega inn á föstudaginn tel ég og svo tjekka á bandinu. Ef þið fílið bandið þá eru tónleikar 5. júní í Iðnó þar sem Benni Hemm Hemm kemur líka fram.