Í dag var ég menningarlegur. Ég fór á tvær listasýningar og þær áttu það sameiginlegt að Þórunn, kærasta Kidda fyrir þá sem það ekki vita, sem var með verk í þeim báðum. Þessar sýningar eru nýja sýningin á Kjarvalsstöðum þar sem íslensk nútímahönnun er í fyrirrúmi og var mjög áhugaverð. Ég hafði bara ekki gert mér grein fyrir hvað margt flott er í gangi á Íslandi í dag og ekki sakaði að við komum á þeim tíma þar sem einn þátttakendanna leiddi okkur um sýninguna og sagði okkur frá hugmyndinni á bakvið verkin þar á meðal hennar Þórunnar. Þessi leiðsögn gerði sýninguna ennþá skemmtilegri og ef þið kíkið þá myndi ég mæla með að þið reynduð að fá svona leiðsögn en þetta er klárlega sýning sem gaman er að skoða. Hin sýningin var í Kartöflugeymslunum hjá Nesti upp á Höfða. Þar voru að ég held lokaverkefni hjá nemendum Listaháskólans og þar var margt skemmtilegt að sjá, mis áhugavert samt en gaman að sjá verk hönnuða og listamenn framtíðarinnar.
Fyrst ég er byrjaður að tala um íslenska list þá verð ég að minnast á íslensku hljómsveitina Seabear sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, the ghost that carried us away. Þetta er þvílíkur gæðagripur, með frekar þægilegri tónlist sem gott er að hlusta á og mér finnst henta hvort sem það er sól úti eða rigning, hún fangar einhvern veginn allt litrófið. Endilega tjekkið á henni og kannski er sniðugt að þið byrjið bara á mæspeisinu þeirra.
Fyrst ég er byrjaður að tala um íslenska list þá verð ég að minnast á íslensku hljómsveitina Seabear sem nýlega gaf út sína fyrstu plötu, the ghost that carried us away. Þetta er þvílíkur gæðagripur, með frekar þægilegri tónlist sem gott er að hlusta á og mér finnst henta hvort sem það er sól úti eða rigning, hún fangar einhvern veginn allt litrófið. Endilega tjekkið á henni og kannski er sniðugt að þið byrjið bara á mæspeisinu þeirra.