Ég er kominn heim, lenti á laugardagsmorgun. Eins og ég hafði búist við þá tók á móti mér; kuldi, rok og rigning og það var ekki laust við að maður hugsaði til 20-25 stiga hitans og sólarinnar sem maður hafði verið í dagana á undan.
Í gær mætti ég svo minn fyrsta dag í vinnu, alvöru kempa hér á ferðinni, og var búið að dreifa rósarblöðum upp stigann á sjöttu hæð þar sem allir stóðu þegar ég kom upp og klöppuðu og föðmuðu mig að sér, eða ekki.
Ég hef þetta leiðinlega blogg ekki lengra, endilega hringið ef þið viljið heyra í mér eða bjóða mér í eitthvað skemmtilegt, ég er með gamla númerið mitt.
Í gær mætti ég svo minn fyrsta dag í vinnu, alvöru kempa hér á ferðinni, og var búið að dreifa rósarblöðum upp stigann á sjöttu hæð þar sem allir stóðu þegar ég kom upp og klöppuðu og föðmuðu mig að sér, eða ekki.
Ég hef þetta leiðinlega blogg ekki lengra, endilega hringið ef þið viljið heyra í mér eða bjóða mér í eitthvað skemmtilegt, ég er með gamla númerið mitt.