Núna í þessum skrifuðu orðum er ég að kljást við móðir allra bestunarvandamála, að pakka öllu draslinu sem þú átt í tvær töskur og ekki fara yfir 23 kg í hvorri tösku. Hvernig í fja... ætlast icelandair til að nemar geti komið öllu sínu hafurtaski í tvær vesælis 23 kg töskur og jafnvel eina ef maður flýgur til Evrópu? Ég er ekki einu sinni með bækur með mér heim núna og ég á nógu erfitt með að ná þessu.
Annars er ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur flogið framhjá og svo margt gerst að maður kemst varla yfir að segja frá því öllu þó svo ég vona að ég hafi geta sagt ykkur frá því helsta. Í dag þá ákvað ég að leigja mér bíl því ég vissi að það ætti að vera um 20 gráðu hiti og glampandi sólskin. Úr varð að ég leigði mér nákvæmlega svona bíl og keyrði um Bustúni með sóllúguna niður, sólgleraugu, tónlistina í botni og bípaði á allar stelpurnar (reyndar sleppti ég því). Mig hefur alltaf langað til að prófa þennan bíl og því ákvað ég að kýla á þetta í dag. Bíllinn var reyndar ekki jafngóður í akstri og ég hefði búist við en djöfull var hann svalur og því ég líka by association.
Ég hlakka svo til að sjá ykkur öll í sumar.
Annars er ótrúlegt til þess að hugsa að ég er búinn að vera hérna í 8 mánuði. Tíminn hefur flogið framhjá og svo margt gerst að maður kemst varla yfir að segja frá því öllu þó svo ég vona að ég hafi geta sagt ykkur frá því helsta. Í dag þá ákvað ég að leigja mér bíl því ég vissi að það ætti að vera um 20 gráðu hiti og glampandi sólskin. Úr varð að ég leigði mér nákvæmlega svona bíl og keyrði um Bustúni með sóllúguna niður, sólgleraugu, tónlistina í botni og bípaði á allar stelpurnar (reyndar sleppti ég því). Mig hefur alltaf langað til að prófa þennan bíl og því ákvað ég að kýla á þetta í dag. Bíllinn var reyndar ekki jafngóður í akstri og ég hefði búist við en djöfull var hann svalur og því ég líka by association.
Ég hlakka svo til að sjá ykkur öll í sumar.