Íþróttalega séð var gærdagurinn, sunnudagur, hræðilegur fyrir okkur íbúana á 52 Westland. Fyrst þá tapaði Fiorentina, lið Vanni, í ítölsku og í kjölfarið fylgdi tap United í ensku. Ekki bætti úr skák að íslenska landsliðið tapaði á móti Úkraínu af öllum liðum, en þegar þetta er skrifað þá er liðið meira en búið að bæta fyrir það. Svo var það dropinn sem fyllti mælinn þegar Patriots töpuðu fyrir Colts eftir að hafa leitt 21-3 á tímabili og virtust vera að gera útaf við Colts. Spennan í lokin var rosaleg en svo fór að Colts unnu 38-34.
Lagið hér að ofan er eitthvað sem ég rakst á vafri mínu um radioblogclub. Þetta er franskt eins og heyrist frekar auðveldlega og mér skilst að konseptið sé svona poetry slam yfir tónlist. Lagið sjálft er gríðarlega fallegt með tregafullu píanóspili undir einföldum trommutakti og svo er það flutningurinn á ljóðinu og það hvað röddinn passar fáránlega vel við lagið. Tjekkið á þessu gott fólk og ekki hætta að hlusta eftir 10 sekúndur, þetta vinnur á.